Landa úrvalsloðnu í Neskaupstað

Loðnan sem kom til Neskaupstaðar í morgun var með um …
Loðnan sem kom til Neskaupstaðar í morgun var með um 19% hrognafyllingu. Ljósmynd/Sídlarvinnslan: Geir Sigurpáll Hlöðversson

„Við feng­um þessa loðnu fyr­ir norðan land, nán­ar til­tekið í Reykjar­fjarðaráln­um út af Strönd­um,“ seg­ir Þorkell Pét­urs­son, skip­stjóri á Barða NK, í færslu á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar.

Þar seg­ir að Barði hafi komið snemma í morg­un til hafn­ar í Nes­kaupstað með rúm 300 tonn af loðnu, en reynt hef­ur verið að ná þess­um síðustu fisk­um ör­vertíðar­inn­ar síðastliðna viku.

„Við köstuðum líka við Snæ­fells­nes en þar var loðnan hryngd og við feng­um nán­ast ein­ung­is kall þar. Það var kastað þris­var í Reykja­fjarðaráln­um og þar fékkst stór og fal­leg loðna og í pruf­um sem tekn­ar voru reynd­ist vera um 60% hrygna. Hrogna­fyll­ing­in var um 19%. Þetta er því ör­ugg­lega fín­asta hrá­efni fyr­ir vinnsl­una,” seg­ir Þorkell í færsl­unni.

Fram kem­ur að græn­lenska skipið Pol­ar Amar­oq sé vænt­an­legt til Nes­kaupstaðar í kvöld með 485 tonn af loðnu. Loðnan fékkst a´svipuðum slóðum og áhöfn­in á Barða náði sinni loðnu að sögn skipt­sjór­ans, Geir Zoëga.

Grænlenska skipið Polar Amaroq er væntanlegt til NEskaupstaðar í kvöld.
Græn­lenska skipið Pol­ar Amar­oq er vænt­an­legt til NEs­kaupstaðar í kvöld. mbl.is/​Hafþór Hreiðars­son

„Þetta er fal­leg Jap­ansloðna sem við erum með, 60% hrygna. Það var virki­lega skemmti­legt að fá þessa gæðaloðnu þarna út af Strönd­un­um. Nú erum við bún­ir með okk­ar hlut­deild í græn­lenska loðnu­kvót­an­um. Þetta var stysta loðnu­vertíð sem maður hef­ur upp­lifað,“ er haft eft­ir Geir í færsl­unni.

Karl Rún­ar Ró­berts­son, gæðastjóri í fiskiðju­ver­inu, kveðst ánægður með hrá­efnið. „Þetta er al­ger úr­valsloðna, stór og fal­leg. Hrogna­fyll­ing­in er 19 til 20% og það er hátt hlut­fall hrygnu í afl­an­um eða um 60%. Það er verið að frysta hrygn­una á Jap­an og hæng­inn á Aust­ur-Evr­ópu og það geng­ur býsna vel.“

mbl.is