Ísland í fremstu röð í sjálfbærri nýtingu

Ríkisstyrkir geta leitt til ósjálfbærrar nýtingar. Í Síle er stórum …
Ríkisstyrkir geta leitt til ósjálfbærrar nýtingar. Í Síle er stórum hluta framlaga beint í eftirlit og vöktun sem dregur úr slíkri hættu. Minnsta hættan á ósjálfbærri nýtingu er sögð á Íslandi og á Nýja-Sjálandi. AFP

Meðal 41 rík­is sem Efna­hags- og fram­fara­stofn­un (OECD) hef­ur tekið til skoðunar er minnsta hætt­an á ósjálf­bærri nýt­ingu nytja­stofna á Íslandi og á Nýja-Sjálandi, að því er fram kem­ur í fisk­veiðiskýrslu stofn­un­ar­inn­ar árið 2025. Þar er sér­stak­lega skoðaður beinn og óbeinn fjár­hags­leg­ur stuðning­ur ríkja við fisk­veiðar og áhrif þeirra, að því er seg­ir í um­fjöll­un Morg­un­blaðsins.

Í þess­um sam­an­b­urði má sjá mik­inn mun milli ríkja í hvaða formi stutt sé við fisk­veiðar og í hversu háu hlut­falli það er gagn­vart lönduðum afla, fjölda fiski­skipa og verðmæti afla. Ísland er með til­tölu­lega lít­inn fjár­hags­leg­an stuðning við fisk­veiðar en í skýrsl­unni eru rík­is­styrk­ir flokkaðir í fram­lag til eld­neytis­kaupa, rekstr­ar, ann­ar stuðning­ur og fram­lög til fisk­veiðistjórn­un­ar og -eft­ir­lits.

Ólík styrkja­form

„Rík­is­stuðning­ur [við fisk­veiðar] af ákveðnum toga stuðlar að því að tryggja heil­brigði fiski­stofna og þar með fram­leiðni og viðnámsþol fisk­veiða gegn ýms­um áföll­um, þar með talið lofts­lags­breyt­ing­um. Aðrar stefn­ur, eins og þær sem bein­ast að fé­lags- og efna­hags­leg­um skamm­tíma­mark­miðum – til dæm­is eldsneyt­is- eða skipa­styrk­ir – geta haft skaðleg áhrif á nytja­stofna ef þær ýta und­ir ósjálf­bær­ar veiðar,“ seg­ir í fisk­veiðiskýrslu OECD.

Stuðning­ur Íslend­inga og Ný­sjá­lend­inga er nán­ast al­farið í formi fram­laga til rann­sókna, eft­ir­lits og vökt­un­ar. Það er alls ekki staðan í flest­um ríkj­um sem OECD tók til skoðunar.

Fram kem­ur að Dan­mörk, Svíþjóð, Króatía og Kosta Ríka styðja ræki­lega við fisk­veiðar með niður­greiðslu eldsneyt­is, á meðan Mexí­kó og Bras­il­ía styðja við fisk­veiðar al­farið með bein­um rekstr­arstuðningi. Þá veita Norðmenn bæði stuðning í formi niður­greiðslu eldsneyt­is og rekst­urs.

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: