Tekur málið til umfjöllunar

Vilhjálmur Árnason, Sjálfstæðisflokki, er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins. Nefndin …
Vilhjálmur Árnason, Sjálfstæðisflokki, er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins. Nefndin fundaði í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd Alþing­is hef­ur ákveðið að fjalla nán­ar um beiðni Evu Hauks­dótt­ur, lög­manns Páls Stein­gríms­son­ar skip­stjóra, þess efn­is að Alþingi skipi rann­sókn­ar­nefnd til þess að fara ofan í saum­ana á aðkomu Rík­is­út­varps­ins að hinu svo­kallaða byrlun­ar­máli.

Þetta staðfest­ir Vil­hjálm­ur Árna­son, formaður nefnd­ar­inn­ar. Hann seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið að hann hafi upp­lýst nefnd­ar­menn um beiðni Evu og að á fundi í gær­morg­un hafi verið ákveðið að fela starfs­manni nefnd­ar­inn­ar að gera út­drátt úr er­ind­inu sem beiðninni fylgdi.

„Þegar við höf­um farið yfir þann út­drátt mun­um við taka af­stöðu til þess hver næstu skref verða,“ seg­ir Vil­hjálm­ur. Bend­ir hann á að nefnd­in geti í kjöl­farið stofnað til frum­kvæðismáls á sín­um vett­vangi og kallað til sín gesti til þess að skýra ólík­ar hliðar máls­ins.

Aðhalds­hlut­verk

„Meg­in­verk­efni nefnd­ar­inn­ar er að hafa eft­ir­lit með ráðherr­um og ráðuneyt­um þeirra en hér er mál sem við þurf­um að skoða í fullri al­vöru. Hjá nefnd­ar­mönn­um komu fram sjón­ar­mið þess efn­is að stíga þyrfti var­lega til jarðar, þar sem þarna ætti fjöl­miðill í hlut. Fjöl­miðlar gegna aðhalds­hlut­verki en það þarf einnig að spyrja spurn­inga um hverj­ir veita þeim aðhald og sinna eft­ir­liti gagn­vart þeim.“

Seg­ir Vil­hjálm­ur aðspurður að nefnd­in þurfi að fá tæki­færi til þess að ræða málið nán­ar. Það sé hins veg­ar hans skoðun að mik­il­vægt sé að fá botn í það hver aðkoma Rík­is­út­varps­ins var að þessu sér­stæða máli.

„Það vakna fjöl­marg­ar spurn­ing­ar um aðkomu stofn­un­ar­inn­ar. Og þarna þarf meðal ann­ars að skýra bet­ur hvar mörk­in liggja þegar kem­ur að heim­ilda­öfl­un. Það er einnig mik­il­vægt að hafa í huga að þarna er um að ræða rík­is­stofn­un sem hafði aðkomu að mál­inu en flutti aldrei frétt­ir af því,“ út­skýr­ir Vil­hjálm­ur.

Lesa má nán­ar um málið í Morg­un­blaðinu í dag

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina