Upplýsa ekki um biðlaunaákvæði

Ragnar Þór hefur þegið laun frá Alþingi ofan á biðlaun …
Ragnar Þór hefur þegið laun frá Alþingi ofan á biðlaun VR. mbl.is/Hari

Stétt­ar­fé­lagið VR neit­ar að upp­lýsa hvernig biðlauna­ákvæði í ráðning­ar­samn­ingi fyrr­ver­andi for­manns fé­lags­ins, Ragn­ars Þórs Ing­ólfs­son­ar, var orðað í samn­ingi hans.

VR svar­ar því enn­frem­ur ekki hvort fé­lagið hafi skoðað laga­leg sjón­ar­mið um hvort Ragn­ar Þór ætti rétt á greiðsl­un­um í ljósi aðstæðna við brott­hvarf hans úr starfi.

Orðalag biðlauna­ákvæðis í ráðning­ar­samn­ingi Ragn­ars Þórs skipt­ir miklu máli í sam­hengi við það hvort Ragn­ar Þór hafi í reynd átt rétt á biðlaun­um, þrátt fyr­ir að hafa látið af störf­um að eig­in frum­kvæði og gengið sam­stund­is í annað hærra launað starf er hann var kjör­inn á þing. Hafi ekki verið tekið fram sér­stak­lega í ráðning­ar­samn­ingi hans að hann ætti rétt á óskert­um biðlaun­um óháð öðrum launa­greiðslum á biðlauna­tíma, átti hann ekki rétt á þeim miðað við dóma­for­dæmi.

Ragn­ar var með um 1,3 millj­ón­ir króna á mánuði í laun sem formaður VR, en mánaðarlegt þing­far­ar­kaup hans, ásamt álags­greiðslu vegna nefnd­ar­for­mennsku og fastri kostnaðargreiðslu, nem­ur um 1,85 millj­ón­um króna á mánuði.

Hug­takið biðlaun kem­ur oft­ar fyr­ir í ráðning­ar­samn­ing­um op­in­berra starfs­manna, en þó eru dæmi þess að hug­takið sé notað í samn­ing­um á einka­markaði, líkt og í til­felli Ragn­ars Þórs. Um biðlaun rík­is­starfs­manna er fjallað í lög­um um rétt­indi og skyld­ur starfs­manna rík­is­ins. Sam­kvæmt þeim lög­um skerðast biðlauna­greiðslur rík­is­starfs­manna, gangi þeir í önn­ur launuð störf á biðlauna­tíma, sem laun­um hans á biðlauna­tíma nem­ur og falla biðlauna­greiðslur niður ef laun­in eru jöfn eða hærri biðlaun­un­um. Lög­in gilda eðli máls sam­kvæmt ekki um ráðning­ar­samn­ing Ragn­ars, en leiða má lík­ur að því að biðlaun á einka­markaði séu tek­in upp eft­ir þeim.

Á einka­markaði eru biðlaun í reynd hliðstæð launa­greiðslum á upp­sagn­ar­fresti þar sem ekki er kraf­ist vinnu­fram­lags. Dæmi eru um að ágrein­ing­ur verði um það hvort starfsmaður geti á upp­sagn­ar­fresti horfið til annarra starfa en samt notið launa á upp­sagn­ar­fresti.

Skýr dóma­for­dæmi

Dóma­for­dæmi eru skýr um það að það að starfsmaður hefji önn­ur störf á upp­sagn­ar­fresti geti haft áhrif á fjár­hæð kröfu starfs­manns vegna launa á upp­sagn­ar­fresti, og í til­felli Ragn­ars Þórs á það sann­ar­lega við.

Árið 1997 komst Hæstirétt­ur að þeirri niður­stöðu, með dómi nr. 144, að frá kröfu tré­smiðs nokk­urs til launa á upp­sagn­ar­fresti skyldu drag­ast at­vinnu­leys­is­bæt­ur og laun sem tré­smiður­inn aflaði ann­ars staðar á upp­sagn­ar­festi.

Hæstirétt­ur vísaði í það for­dæmi árið 2002, með dómi nr. 159, þegar dóm­stóll­inn komst að þeirri niður­stöðu að draga skyldi laun sem ein­stak­ling­ur þénaði ann­ars staðar á upp­sagn­ar­fresti frá launakröfu viðkom­andi.

Lesa má nán­ar um málið í Morg­un­blaðinu í dag

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: