80 ár frá upphafi ÚA

Fyrsti togari Útgerðarfélags Akureyringa kom til Akureyrar í maí 1947. …
Fyrsti togari Útgerðarfélags Akureyringa kom til Akureyrar í maí 1947. Hét hann Kaldbakur EA-1. Ljósmynd/Minjasafnið á Akureyri

Í dag eru liðin 80 ár frá því að saga Útgerðarfé­lags Ak­ur­eyr­inga hófst, en allt byrjaði þetta með því að hald­inn var fund­ur á Ak­ur­eyri 14. mars 1945 til að kanna áhuga á stofn­un út­gerðarfé­lags í bæn­um með það fyr­ir aug­um að sækja um skipa­kaup til Ný­bygg­ing­ar­ráðs en um­sókna­frest­ur um slík kaup var við það að renna út.

Upp­haf fé­lags­ins er rifjað upp í færslu á vef Sam­herja, sem er móður­fé­lag Útgerðarfé­lags Ak­ur­eyr­inga.

„Ráðuneyti Ólafs Thors vildi nota stríðsgróða þjóðar­inn­ar til nyt­sam­legra hluta og ákvað meðal ann­ars að end­ur­nýja tog­ara­flota lands­manna. Þrátt fyr­ir rík­an áhuga meðal bæj­ar­búa um að kaupa tog­ara, var deilt um form á slík­um rekstri. Sjálf­stæðismaður­inn Helgi Páls­son boðaði til fund­ar­ins um stofn­un fé­lags og skemmst er frá því að segja að ákveðið var að hefja und­ir­bún­ing að stofn­un út­gerðarfé­lags með þátt­töku Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Helgi var kos­inn formaður fram­kvæmdaráðs og síðar var hann kos­inn formaður bráðabirgðastjórn­ar Útgerðarfé­lags Ak­ur­eyr­inga,“ seg­ir í færsl­unni.

Fiskitangi, athafnasvæði Útgerðarfélags Akureyringa á níunda áratug síðustu aldar.
Fiski­tangi, at­hafna­svæði Útgerðarfé­lags Ak­ur­eyr­inga á ní­unda ára­tug síðustu ald­ar. Ljós­mynd/​Sam­herji

Fleiri hundruð fengið sín fyrstu laun hjá ÚA

Hóf fram­kvæmdaráð hins nýja fé­lags strax handa og ritaði bæj­ar­stjórn bréf þar sem fal­ast var eft­ir hluta­fjárút­boði. Dreifi­bréf var einnig borið í hvert hús þar sem bæj­ar­bú­ar voru beðnir um að leggja mál­inu lið.

Stofn­fund­ur Útgerðarfé­lags Ak­ur­eyr­inga var síðan hald­inn með form­leg­um hætti 26. maí 1945. Fyrsti tog­ari hins nýja fé­lags kom til heima­hafn­ar á Ak­ur­eyri í fyrsta sinn 17. maí 1947 og bar hann nafnið Kald­bak­ur EA-1. Tog­ar­inn var keypt­ur nýr frá Shel­by í Englandi og var 654 brúttó­lest­ir.

„Rekst­ur Útgerðarfé­lags Ak­ur­eyr­inga hef­ur alla tíð verið öfl­ug­ur, þótt á ýmsu hafi gengið eins og í öll­um at­vinnu­rekstri. Reglu­lega var hart deilt um starf­sem­ina inn­an bæj­ar­stjórn­ar, póli­tísk­ar þræt­ur um ýmis mál er tengd­ust rekstr­in­um eða fyr­ir­huguðum fjár­fest­ing­um voru áber­andi. Þetta á einkum við um upp­hafs­ár­in, ekki síst þegar rekst­ur­inn var erfiður,“ seg­ir í færslu Sam­herja.

Greint er frá því að hundruð bæj­ar­búa hafi tekið sín fyrstu skref á vinnu­markaði hjá fé­lag­inu og fengið sín fyrstu laun með sum­ar­vinnu hjá Útgerðarfé­lagi Ak­ur­eyr­inga. Marg­ir hafa hald­ist í starfi hjá fé­lag­inu og hef­ur starfs­ald­ur alltaf verði hár.

Unnið á dekkinu á Harðbaki EA árið 1973.
Unnið á dekk­inu á Harðbaki EA árið 1973. Ljós­mynd/​Sam­herji

Halda upp á tíma­mót­in

Sam­herji festi kaup á eign­um út­gerðarfé­lags­ins Brims á Ak­ur­eyri árið 2011 en Brim hafði nokkr­um árum áður keypt Útgerðarfé­lag Ak­ur­eyr­inga af Eim­skip. Kaup Sam­herja á Útgerðarfé­lagi Ak­ur­eyr­inga voru þau stærstu inn­an ís­lensks sjáv­ar­út­vegs um langt ára­bil, að því er fram kem­ur í færsl­unni.

„Fé­lagið er sem sagt 80 ára á þessu ári og við ætl­um að minn­ast þess­ara tíma­móta með ýms­um hætti. Minja­safnið á Ak­ur­eyri mun gera starf­semi fé­lags­ins skil og án efa verða fleiri viðburðir í til­efni af­mæl­is­ins á ár­inu,“ seg­ir Kristján Vil­helms­son, fram­kvæmda­stjóri út­gerðarsviðs Sam­herja.

Faðir Kristjáns, Vil­helm Þor­steins­son, var fram­kvæmda­stjóri Útgerðarfé­lags Ak­ur­eyr­inga frá 1965 til 1992.

mbl.is