Mjög erfitt andrúmsloft í stjórninni

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    And­rúms­loftið í stjórn Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga er mjög þungt. Þetta staðfest­ir Rósa Guðbjarts­dótt­ir, fyrr­ver­andi bæj­ar­stjóri í Hafnar­f­irði. Hún lýs­ir al­var­leg­um trúnaðarbresti á þeim vett­vangi.

    Stórund­ar­leg at­b­urðarás

    Rósa er gest­ur Spurs­mála og lýs­ir þar at­b­urðarás sem teng­ist ný­gerðum kjara­samn­ing­um sveit­ar­fé­lag­anna við kenn­ara. Þar klauf Heiða Björg Hilm­is­dótt­ir, nýr borg­ar­stjóri, sig út úr hópi for­ystu­manna sveit­ar­fé­lag­anna og seg­ir Rósa að með því hafi hún gert aðra bæj­ar­stjóra að blóra­böggl­um í mjög viðkvæmri stöðu.

    Í spil­ar­an­um hér að ofan má sjá og heyra lýs­ing­ar Rósu á at­b­urðarás­inni og hvernig mennta­málaráðherra virðist einnig hafa farið að hræra í pott­un­um á mjög viðkvæm­um tíma­punkti í samn­inga­gerðinni í Karp­hús­inu.

    Rósa kall­ar einnig eft­ir því að Magnús Þór Jóns­son, formaður Kenn­ara­sam­bands­ins, varpi ljósi á at­b­urðarás­ina þessa um­ræddu daga og hvað hann eigi við þegar hann tal­ar um að póli­tísk­ur hrá­skinna­leik­ur hafi farið í gang.

    Viðtalið við Rósu og Björn Brynj­úlf Björns­son, fram­kvæmda­stjóra Viðskiptaráðs, má sjá í heild sinni hér að neðan:

    mbl.is