Taka þarf tillit til afráns hvalastofna

Ólafur Helgi Marteinsson, formaður SFS, telur ljóst að rannsaka þarf …
Ólafur Helgi Marteinsson, formaður SFS, telur ljóst að rannsaka þarf betur afrán hvala. mbl.is/Árni Sæberg

„Sú afstaða Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hef­ur legið fyr­ir um langt ára­bil að efla beri haf­rann­sókn­ir. Við erum ekki á góðum stað hvað þær varðar og þurf­um að efla rann­sókn­ir á öll­um sviðum,“ seg­ir Ólaf­ur H. Marteins­son, formaður Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi, í sam­tali við Morg­un­blaðið, spurður um af­stöðu sam­tak­anna til áforma tveggja þing­manna Sjálf­stæðis­flokks­ins um að stór­auka rann­sókn­ir á afráni hvala á Íslands­miðum, ekki síst hnúfu­baks, og jafn­vel að skoðað verði að hefja vís­inda­veiðar á teg­und­inni til þess að rann­saka afrán henn­ar, ekki síst á loðnu.

Ólaf­ur seg­ir að út­hlutað afla­mark ým­issa fiski­stofna sé minna en ella þar sem beita þurfi varúðarnálg­un við stofn­stærðarmat vegna ónógra rann­sókna.

„Hvað loðnu­stofn­inn varðar þá ligg­ur það al­ger­lega í aug­um uppi að menn þurfi að taka miklu meira til­lit til afráns hvala­stofna en gert hef­ur verið,“ seg­ir Ólaf­ur.

Hann nefn­ir að hval­veiðar séu viðkvæmt mál og til­finn­inga­semi í gangi, en aukn­ar rann­sókn­ir á afráni hvala séu ágætt fyrsta skref. Málið sé ekki jafn flókið og rætt sé um, tæp­ast þurfi sér­út­bú­in skip til slíks.

Nán­ar má lesa um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: