Aðstaðan um borð batnar umtalsvert

Guðmundur Þ. Sigurðsson í skipstjórastólnum. Eins og við er að …
Guðmundur Þ. Sigurðsson í skipstjórastólnum. Eins og við er að búast eru öll tæki af nýjustu og bestu gerð og verður gaman að sjá hvernig DP-kerfið mun auðvelda rannsóknarstörfin. Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun

Guðmund­ur Þ. Sig­urðsson var skip­stjóri á Bjarna Sæ­munds­syni HF 30 og mun stýra hinu nýja skipi, Þór­unni Þórðardótt­ur HF 300. Hann tek­ur und­ir að viss eft­ir­sjá sé í gamla skip­inu en það var samt komið til ára sinna og þörf á end­ur­nýj­un.

Rætt var við Guðmund í blaði sem helgað var hinu nýja haf­rann­sókna­skipi.

Bjarni Sæ­munds­son var smíðaður í Þýskalandi árið 1970 og af­hent­ur Haf­rann­sókna­stofn­un í des­em­ber sama ár. „Skipið var því orðið 54 ára gam­alt og þó að það hafi staðið fyr­ir sínu var tíma­bært að láta smíða nýtt skip, en mun­ur­inn á nýja skip­inu og því gamla er ekki síst að aðstaðan fyr­ir vís­inda­menn­ina um borð batn­ar um­tals­vert,“ seg­ir Guðmund­ur og bæt­ir við að gamla rann­sókn­ar­skipið hafi verið með elstu skip­um í ís­lenska flot­an­um.

Líkt og fjöl­miðlar greindu frá var gamla skipið aug­lýst til sölu í des­em­ber síðastliðnum. Ekki leið á löngu þar til til­boð barst frá norsk­um kaup­anda og mun fleyið eiga þar fram­halds­líf.

Guðmund­ur var í áhöfn Bjarna Sæ­munds­son­ar í tveim­ur lot­um, sam­tals í 24 ár, og ber hann gamla skip­inu vel sög­una. „Það hafa alls kon­ar jaxl­ar starfað um borð í þessu skipi, og sum­ir þeirra í marga ára­tugi. Ber þeim öll­um sam­an um að Bjarni Sæ­munds­son hafi verið ein­stak­lega vel heppnað skip.“

Ljós­mynd/​Armon
Eitt af hlutverkum nýja skipsins er að rannsaka og mynda …
Eitt af hlut­verk­um nýja skips­ins er að rann­saka og mynda sjáv­ar­botn­inn.

Blaðamaður náði tali af Guðmundi þegar verið var að und­ir­búa för nýja skips­ins frá skipa­smíðastöð Armon á Spáni og hafði hann þegar fengið að kynn­ast nýja fley­inu ágæt­lega. „Við eig­um eft­ir að sjá hvernig skipið reyn­ist á úfn­um sjó en reynslu­sigl­ing hér út á fló­ann gekk vel. Hæfni skips­ins við krefj­andi aðstæður kem­ur bet­ur í ljós síðar.“

Verður sér­stak­lega gam­an að sjá hve spar­neytið nýja skipið verður en Guðmund­ur bend­ir á að rann­sókn­ar­skip­in séu mikið á ferðinni og til mik­ils að vinna að nota sem minnsta olíu í rann­sókn­ar­leiðöngr­un­um.

Auk betri aðstöðu fyr­ir hvers kyns vís­inda­störf seg­ir Guðmund­ur að vist­ar­ver­urn­ar um borð í nýja skip­inu séu tölu­vert þægi­legri en á því gamla. „Áhöfn­in mun síður þurfa að tví­menna í ká­et­un­um og alla jafna ættu all­ir að vera með sér klefa og sturtu. Einnig er lík­ams­rækt­araðstaða í skip­inu, sem var reynd­ar líka kom­in í Bjarna, og af öðrum þæg­ind­um má nefna sánabað, setu­stofu, nota­leg­an borðsal og svo eru snjallsjón­vörp í öll­um her­bergj­um.“

Viðtalið má lesa í heild sinni hér.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: