Prúðbúnir þingmenn tjúttuðu fram á rauðanótt

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Í nýj­asta þætti Spurs­mála var farið yfir það helsta sem var um að vera á sam­fé­lags­miðlum hjá ráðamönn­um þjóðar­inn­ar í vik­unni sem nú er að líða und­ir lok. Þar virt­ist margt uppi á ten­ingn­um en mest fór fyr­ir veislu­höld­um, af­mæl­ispar­tí­um og ut­an­lands­ferðum líkt og sjá má í meðfylgj­andi mynd­skeiði. Yf­ir­ferðinni er einnig gerð skil hér að neðan.

    Árs­hátíð Alþing­is

    Um síðastliðna helgi fór ein­mitt fram þing­veisla Alþing­is sem er aðeins fínna orð yfir árs­hátíð þó það sé eig­in­lega bara það ná­kvæm­lega sama. En þangað mættu prúðbún­ir þing­menn í miklu stuði ásamt mök­um sín­um og tjúttuðu fram á rauðanótt. Sjáið mynd­irn­ar!

    Áslaug Arna og Guðrún Haf­steins grófu stríðsöx­ina í þing­veislu.

    Sam­fó-fjöll­an tók fjöl­skyldu­mynd.

    Guðmund­ur Ari og frú voru glæsi­leg.

    Hild­ur Sverr­is og henn­ar ektamaður ekki síður glæsi­leg.

    Rósa Guðbjarts átti anna­sama helgi og fór bæði í þing­veislu og árs­hátíð Hafn­ar­fjarðarbæj­ar.

    Heiða Björg og Alma Möller voru „tw­inn­ing“

    Heiða Björg og Alma Möller voru svo­lítið að vinna með svipað lúkk þegar þær funduðu um ýmis mál sem lúta að vel­ferð íbúa í borg­inni. Þær eru alltaf jafn smart báðar tvær en marg­ir hafa verið að velta því fyr­ir sér hvort það fylgi rúðuþurrk­ur með þess­um brill­um?

    Dug­leg­ur strák­ur

    Guðmund­ur Ari lagði sitt á vog­ar­skál­arn­ar og hjálpaði til við að koma golf­vell­in­um á Seltjarn­ar­nesi í samt lag eft­ir veðurtjónið sem þar varð.

    Al­vöru af­mæl­i­strít - kó­kos­boll­ur og kök­ur

    Vissuð þið að Sig­mund­ur Davíð og Halla Hrund eiga af­mæli sama dag? Já, það er bara þannig. Á miðviku­dag­inn fögnuðu af­mæl­is­systkin­in af­mæl­is­degi sín­um, Simmi Dabbi er nú hálfr­ar ald­ar göm­ul risaeðla eins en Halla Hrund bara 44 ára. 

    View this post on In­sta­gram

    A post shared by mbl.is (@mblfrett­ir)

    Inga klikk­ar ekki á því 

    Kon­ur eru kon­um best­ar og það kór­ónaði Inga Sæ­land þegar hún sendi val­kyrj­un­um sín­um, þeim K-Frost og Toggu klass­ísk­an bar­áttu­söng á Face­book.

    Bryn­dís Har­alds fór í 35 ára sjálf­stæðisaf­mæli

    Það voru ein­hvern veg­inn all­ir og ömm­ur þeirra í út­lönd­um í vik­unni. Bryn­dís Har­alds var stödd í Lit­há­en vegna ein­hverra svaka­lega merki­legra hátíðar­halda.

    View this post on In­sta­gram

    A post shared by Alþingi (@alt­hingi)

    Nýtt blóð á þingi

    Nokkr­ir nýir varaþing­menn tóku sér sæti á þingi í vik­unni. Alltaf gam­an að sjá ný and­lit á þeim vett­vangi. Sig­urður Örn Hilm­ars­son leysti Áslaugu Örnu af hólmi, Lár­us Guðmunds­son kom inn fyr­ir Begga Óla og hinn eini sanni Sverr­ir Berg­mann fyr­ir Ásu Berg­lindi. Hey, Svessi - er nokkuð hægt að fá óska­lag?

    Sig­urður Örn er 1. varaþingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suður.

    Lár­us seg­ir það meiri­hátt­ar til­finn­ingu að taka sæti á þingi sem varaþingmaður Miðflokks­ins.

    Sverr­ir Berg­mann á kannski eft­ir að þenja radd­bönd­in eitt­hvað í ræðustól Alþing­is.

    Kraft­ur kvenna alls­ráðandi í New York

    Á meðan herra­menn­irn­ir voru við þing­störf skelltu þær Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir, Ása Berg­lind og Áslaug Arna sér í skvísu­ferð til New York og sóttu þar kvenna­nefnd­ar­fund Sam­einuðu þjóðanna.

    View this post on In­sta­gram

    A post shared by Alþingi (@alt­hingi)

    „Segðu sííííís“

    Pawel Bartoszek fór til Nor­egs með Aðal­steini Leifs­syni til að vera viðstadd­ir lands­fund Ven­stre. Að sjálf­sögðu nýtti hann tæki­færið og smellti í eina strang­heiðarlega sjálfu.

    Höfuðstöðvar NATO heim­sótt­ar

    K-Frost fer al­veg að taka við af Snorra Más­syni sem virk­asti sam­fé­lags­miðlar­inn en hún fór til Brus­sel að skoða höfuðstöðvar Nato á dög­un­um.

    ...Manni líður bara eins og það hafi eng­inn verið eft­ir hér heima til að stýra land­inu.

     

    Smelltu á spil­ar­ann hér að neðan til að nálg­ast nýj­asta þátt Spurs­mála í heild sinni:



    mbl.is