Sakar Samfylkingu um sýndarmennsku

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Ólafur Árdal

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, seg­ir frum­varp þing­manna Sam­fylk­ing­ar­inn­ar er varðar systkina­for­gang á leik­skól­um sýnd­ar­mennsku.

Hún seg­ir í færslu á Fac­beook í gær að mis­jafnt sé milli sveit­ar­fé­laga hvort systkina­for­gang­ur gildi, en ekk­ert sé því til fyr­ir­stöðu að Reykja­vík­ur­borg bjóði slík­an for­gang.

Sam­fylk­ing­in hef­ur verið í meiri­hluta í borg­inni frá ár­inu 2010, og þar af var Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri frá 2011-2024. Í dag er sam­fylk­ing­ar­kon­an Heiða Björg Hilm­is­dótt­ir borg­ar­stjóri.

Snúi út úr staðreynd­um

„Í stað þess að axla ábyrgð á því ófremd­ar­ástandi sem þau hafa skapað fjöl­skyldu­fólki í Reykja­vík – með al­var­leg­um vand­ræðum í leik­skóla­mál­um – ákveða þau að setja upp sviðsetta sýn­ingu á Alþingi,“ skrif­ar hún.

Hún seg­ir Sam­fylk­ing­una snúa út úr staðreynd­un­um og reyna að „klína“ ábyrgðinni á lög­gjaf­ann.

„Það er þeirra eig­in stjórn borg­ar­inn­ar sem hef­ur brugðist börn­um og for­eldr­um.“

Hún seg­ir ekki hægt að skrifa frum­varpið á „sak­lausa til­raun nýrra þing­manna“.

„Nei, einn af flutn­ings­mönn­un­um er eng­inn ann­ar en Dag­ur B. Eggerts­son sjálf­ur! Sá sem hef­ur átt stærst­an þátt í að koma leik­skóla­mál­um í þann óboðlega far­veg sem þau eru í dag.
Þessi leiktjöld Sam­fylk­ing­ar­inn­ar breyta engu um þá staðreynd að fjöl­skyld­ur í Reykja­vík hafa setið fast­ar í leik­skóla­mála­klúðri árum sam­an – og nú ætl­ar nýr vinstri meiri­hlut­inn ekki einu sinni að reyna að laga það áður en kosn­ing­ar skella á.“

Frum­varp þing­manna Sam­fylk­ing­ar­inn­ar er til breyt­ing­ar á lög­um um leik­skóla. Í frum­varp­inu er lagður til nýr málsliður sem hljóðar svo:

Sveit­ar­stjórn er heim­ilt að haga inn­rit­un með til­liti til þess að systkini eða börn sem hafa sama lög­heim­ili geti sótt sama leik­skóla, sem og með hliðsjón af ná­lægð leik­skóla við lög­heim­ili barna.

mbl.is