Vilja undanþágur frá reglugerð ráðherra

Fulltrúar Landssambands smábátaeigenda funduðu með atvinnuvegaráðherra um strandveiðar.
Fulltrúar Landssambands smábátaeigenda funduðu með atvinnuvegaráðherra um strandveiðar. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Lands­sam­band smá­báta­eig­enda (LS) hef­ur farið fram á við Hönnu Katrínu Friðriks­son at­vinnu­vegaráðherra að til­lög­ur um hert skil­yrði um eign­ar­hald strand­veiðibáta gildi ekki um báta sem eru í sam­eig­in­legri eigu for­eldra, barna, tengda­barna og barna­barna.

Grein er frá því í færslu á vef sam­bands­ins að full­trú­ar þess funduðu með ráðherra síðastliðinn föstu­dag í til­efni af drög­um að reglu­gerð um strand­veiðar sem birt var í sam­ráðsgátt á dög­un­um.

„Færð voru rök fyr­ir kröfu LS um að eig­andi lögaðila sem er lög­skráður á fiski­skip á stand­veiðitíma­bil­inu skuli eiga jafn­an hlut á við aðra eig­end­ur í lögaðilan­um, í stað til­lögu ráðuneyt­is­ins um meiri­hluta,“ seg­ir í færslu LS

„Jafn­framt var lögð áhersla á að til­lög­ur um breytt eign­ar­hald lögaðila myndi ekki gilda um báta í sam­eig­in­legri eigu for­eldra, barna, tengda­barna og barna­barna. Ekki síst þar sem krafa um hert­ar regl­ur tengd­ar eign­ar­haldi væru þeim hóp óviðkom­andi.“

Skil­yrðis­laus viðbót við strand­veiðar

Leitaði LS svara ráðherr­ans í tengsl­um við þau skil­yrði sem sett eru í reglu­gerðardrög­un­um um að um­sókn um strand­veiðileyfi þurfi að hafa borist 15. apríl og legg­ur LS til að til­taka ætti hvenær viðkom­andi ætli að hefja veiðar, auk þess hver eða hverj­ir munu róa viðkom­andi bát í sum­ar.

Þá ít­rekuðu full­trú­ar LS þörf á laga­breyt­ingu til að 4.000 tonna mak­rílpott­ur til smá­báta yrði boðinn upp fyr­ir þorsk á skipti­markaði Fiski­stofu.

Einnig ít­rekaði LS áður fram­komna ábend­ingu um að „und­an­far­in sjö fisk­veiðiár hefði mis­mun­ur á út­gefn­um heim­ild­um í þorski og afla verið 49 þúsund tonn að meðaltali sjöþúsund tonn á ári. Af þeim sök­um ætti skil­yrðis­laust að bæta heim­ild­um við strand­veiðar og línuíviln­um til að há­marka ár­leg­ar út­gefn­ar heim­ild­ir í þorski með veiðum.“

mbl.is