Segja ríkisstjórnina tvöfalda veiðigjöld

Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra er sagður boða gjörbeytta nálgun í …
Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra er sagður boða gjörbeytta nálgun í veiðigjöldum. mbl.is/Eyþór

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS) full­yrða að breyt­ing­ar á veiðigjaldi sem rík­is­stjórn­in mun kynna í dag verði til þess falln­ar að fækka störf­um og minnka tekj­ur rík­is­sjóðs af grein­inni. Þá sé grund­völl­ur áforma rík­is­stjórn­ar­inn­ar gagn­rýnd­ur fyr­ir að taka mið af allt öðrum aðstæðum, upp­boðsmarkaði í Nor­egi.

Þetta er meðal þess sem fram kem­ur í yf­ir­lýs­ingu frá sam­tök­un­um.

„Rík­is­stjórn­in hef­ur boðað til blaðamanna­fund­ar kl. 13 í dag og hyggst þar kynna hug­mynd­ir að tvö­föld­un auðlinda­gjalds í sjáv­ar­út­vegi. Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi telja út­færslu gjald­tök­unn­ar og áhrif henn­ar skaðlegri sam­fé­lag­inu en flest­ar þær hug­mynd­ir sem áður hafa komið fram,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu SFS

„Auðlinda­gjald­taka í sjáv­ar­út­vegi hef­ur tekið all­nokkr­um breyt­ing­um frá því henni var fyrst komið á árið 2004, alla jafna í því augnamiði að hækka gjaldið. Í grund­vall­ar­atriðum hef­ur þó ávallt verið miðað við hlut­fall af af­komu, þ.e. raun­veru­leg­ar tekj­ur veiða að frá­dregn­um raun­veru­leg­um gjöld­um sem til falla við þær. Ríkið tek­ur nú þriðjung af þess­ari af­komu í veiðigjald.“

SFS seg­ir rík­is­stjórn­ina í dag ætla að kynna al­ger­lega breytta nálg­un.

„Þannig er nú fyr­ir­hugað að blása upp tekj­ur af veiðum og miða þar við verð á norsk­um upp­boðsmörkuðum fyr­ir upp­sjáv­ar­fisk og ís­lensk­um upp­boðsmarkaði fyr­ir botn­fisk. Hér á með öðrum orðum að miða við tekj­ur í sund­urslit­inni virðiskeðju, en ekki samþættri virðiskeðju, líkt og á við um ís­lensk­an sjáv­ar­út­veg. Verðmæta­sköp­un og sam­keppn­is­hæfni ís­lensks sjáv­ar­út­vegs hef­ur ein­mitt hverfst um hina samþættu virðiskeðju og óum­deilt er að hún hef­ur skapað Íslend­ing­um meiri verðmæti en nokk­ur önn­ur þjóð fær úr sín­um sjáv­ar­út­vegi. Þenn­an ár­ang­ur ætl­ar rík­is­stjórn­in nú að tæta í sund­ur.“

Verri af­koma og færri störf

Í yf­ir­lýs­ing­unni er staðhæft að áhrif­in verði „dap­ur­leg“ og er bent á þær aðgerðir sem fyr­ir­tæk­in munu þurfa að grípa til í þeim til­gangi að aðlag­ast nýj­um veru­leika.

„Tekj­ur veiða þurfa þá að aukast í takt við viðmið veiðigjalds­ins, með þeim áhrif­um að fisk­vinnsl­ur verða ósam­keppn­is­hæf­ar. Eins og reynd­in er í Nor­egi, mun fisk­ur þá í veru­leg­um mæli flytj­ast óunn­inn úr landi til rík­is­styrktra fisk­vinnsla í lág­launa­lönd­um á borð við Pól­land og Kína. Verðmæta­sköp­un hér á landi verður þar með minni, störf­um í fisk­vinnslu fækk­ar stór­um og af­leidd­ar tekj­ur þjón­ustu og iðnaðar verða hverf­andi. Ný­sköp­un og tækni­fram­far­ir frá land­vinnslu sjáv­ar­af­urða, sem hingað til hafa orðið sér­stak­ur út­flutn­ings­at­vinnu­veg­ur, drabbast niður. Ríf­leg­ar tekj­ur sveit­ar­fé­laga frá sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um og fólki sem þar starfar drag­ast veru­lega sam­an og rík­is­sjóður verður af skatt­tekj­um frá land­vinnslu og fyr­ir­tækj­um sem þjón­usta hana.“

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
Heiðrún Lind Marteins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri SFS. Mbl/Á​rni Sæ­berg

SFS seg­ir aug­ljóst að sam­fé­lagið allt verða af tekj­um vegna þessa og að grein­in verði ekki leng­ur und­ir­staða á lands­byggðinni eins og verið hef­ur.

„Það má að lok­um velta fyr­ir sér um stund veg­ferð rík­is­stjórn­ar í sjáv­ar­út­vegs­mál­um, sem lagði í upp­hafi veg­ferðar sinn­ar áherslu á verðmæta­sköp­un. Á stutt­um starfs­tíma er því miður djúpt á þeirri framtíðar­sýn. Óhag­kvæm­ar veiðar á að auka, kol­efn­is­gjald á að hækka, veiðar og vinnsla verða sund­ur slit­in með tvö­földuðu veiðigjaldi og eign­ar­hald verður blýhúðað enn frek­ar um­fram aðrar at­vinnu­grein­ar. Við þetta allt bland­ast síðan hættu­leg­ar aðstæður á er­lend­um mörkuðum með breyttri heims­mynd alþjóðaviðskipta og fyr­ir­sjá­an­leg­um efna­hags­leg­um þreng­ing­um á stærstu mörkuðum ís­lenskra sjáv­ar­af­urða,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni sem und­ir­rituð er af Heiðrúnu Lind Marteins­dótt­ur fram­kvæmdat­sjóra SFS.

„Það er þung­ur róður fram und­an,“ seg­ir að lok­um.

Frétt­in hef­ur verið upp­færð.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina