Stærri útgerðir skilað góðum rekstri

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra og Daði Már Kristófersson fjármála- og …
Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra og Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra á kynningarfundinum í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Við gerð frum­varps Hönnu Katrín­ar Friðriks­son at­vinnu­vegaráðherra um breyt­ingu á lög­um um veiðigjald var tekið sér­stakt til­lit til smærri og meðal­stóra út­gerða með hærra frí­tekju­marki.

Daði Már Kristó­fers­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, var á kynn­ing­ar­fundi um frum­varpið spurður hversu mikið frí­tekju­markið verði hækkað.

Ráðherra sagði það verða hækkað mjög veru­lega en að einnig verði gerðar kerf­is­breyt­ing­ar á því með þrepa­skipt­ingu. Smá­atriðin krefj­ist frek­ari út­skýr­inga.

Breið póli­tísk sátt

Blaðamaður spurði Daða þá hvaða rök væru fyr­ir því að sum­ir verði und­anþegn­ir því að borga fyr­ir af­not af auðlind þjóðar­inn­ar en aðrir ekki.

„Það er mjög góð spurn­ing,“ sagði Daði og benti á að á Íslandi hafi verið breið póli­tísk sátt um að taka til­lit til stærðar út­gerðarfyr­ir­tækja í þessu til­liti. Í hina rönd­ina tók ráðherra und­ir með blaðamanni með því að segja að sá góði ár­ang­ur í rekstri sem hef­ur náðst í grein­inni hafi fyrst og fremst náðst hjá stærri út­gerðarfyr­ir­tækj­um.

Kjara­samn­ing­ar eru prag­ma­tísk ferli

Við ger­um upp við sjó­menn hér á grund­velli skipta­pró­sentu. Ekki er ná­kvæm­lega sama launa­kerfi hér og í Nor­egi og aðkoma veiðanna því allt öðru­vísi. Ef ríkið tek­ur meira í sinn hlut breyt­ist af­koma veiðanna í takti við það, ekki satt?

„Við erum ekki að breyta regl­un­um um verðlags­stofu skipta­verðs. Það eru bara út­reikn­ing­arn­ir á veiðigjald­inu sem eru að breyt­ast þannig að með hvaða hætti kjara­samn­ing­ar sjó­manna við út­gerðina þró­ast verður ein­fald­lega að koma í ljós.

Kjara­samn­ing­ar eru prag­ma­tísk ferli og ég ætla ekki að reyna að spá fyr­ir um það hvernig þeir muni þró­ast.“

Þú viður­kenn­ir þá að þetta gæti haft áhrif á kjara­samn­inga sjó­manna?

„Eins og ég segi, ég held að hvorki ég né þú vit­um hvernig kjara­samn­ing­ar sjó­manna eiga eft­ir að þró­ast.“

mbl.is