„Þetta leggst frekar illa í mig“

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eyþór

„Við mun­um mæta þessu með skyn­sem­is­rök­um,“ seg­ir Guðrún Haf­steins­dótt­ir, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, um breyt­ing­ar á lög­um um veiðigjöld.

Hanna Katrín Friðriks­son at­vinnu­vegaráðherra og Daði Már Kristó­fers­son fjár­málaráðherra kynntu breyt­ing­arn­ar í dag. 

Hef­ur áhyggj­ur af skila­boðum rík­is­stjórn­ar­inn­ar

„Ég hef nú ekki náð að kynna mér þetta nógu ít­ar­lega en þetta leggst frek­ar illa í mig og ég tel að þetta muni draga veru­lega úr sam­keppn­is­hæfni grein­ar­inn­ar,“ seg­ir Guðrún í sam­tali við mbl.is.

Seg­ist hún hafa áhyggj­ur af skila­boðum sem rík­is­stjórn­in virðist vera að senda, þá sér­stak­lega á lands­byggðina.

„Þar sem talað er um að skatt­leggja ferðaþjón­ust­una, það er talað um að skatt­leggja núna sjáv­ar­út­veg­inn og svo á að setja kíló­metra­gjald. Þetta eru allt mjög íþyngj­andi skatt­ar á lands­byggðina sem mun draga úr verðmæta­sköp­un og þrótt­in­um í at­vinnu­líf­inu.“

„Við þurf­um að hlúa að þeim fyr­ir­tækj­um sem hér starfa“

Hanna Katrín sagði í dag að með breyt­ing­unni ættu að skap­ast aukn­ar tekj­ur sem myndu nýt­ast í innviðaupp­bygg­ingu á lands­byggðinni.

„Já, en þú mátt held­ur ekki kæfa fyr­ir­tæk­in þannig að þau fari með starf­semi úr landi eða fari með ein­hver verk­efni frá land­inu. Þá verður sú verðmæta­sköp­un ekki til hér á landi,“ seg­ir Guðrún og nefn­ir að hún sjálf hafi talað mikið fyr­ir því að það þurfi að stækka kök­una.

„Það eru líka bara viðsjár­verðir tím­ar í heim­in­um og við þurf­um að hlúa að þeim fyr­ir­tækj­um sem hér starfa. Ég held að rík­is­stjórn­in ætti að horfa til þess hvernig hún geti ein­mitt styrkt at­vinnu­lífið í land­inu til þess að skapa hér tekj­ur og tryggja að störf­in séu hér á landi.“

mbl.is