Hefur fyrirgefið framhjáhaldið

Dave Grohl.
Dave Grohl. Ljósmynd/AFP

Eig­in­kona banda­ríska rokk­ar­ans Dave Grohl, Jor­dyn Blum, hef­ur að sögn heim­ilda­manns Us Weekly fyr­ir­gefið eig­in­manni sín­um fyr­ir að hafa haldið fram hjá sér.

Grohl og Blum hafa verið gift í 22 ár og eiga þrjár dæt­ur á ald­urs­bil­inu 10 til 18 ára.

„Jor­dyn hef­ur fyr­ir­gefið Dave og er að reyna að halda áfram. Hún er [enn] al­gjör­lega miður sín vegna aðstæðnanna en stend­ur við hlið hans.“

Grohl, best þekkt­ur sem forsprakki hljóm­sveit­ar­inn­ar Foo Fig­hters, átti vingott við aðra konu síðla árs 2023 og eignaðist með henni barn þann 1. ág­úst síðastliðinn.

Rokk­ar­inn greindi frá þessu í In­sta­gram-færslu í sept­em­ber.

„Ég hef ný­lega eign­ast dótt­ur utan hjóna­bands míns. Ég ætla að vera gott for­eldri fyr­ir hana og sýna henni um­hyggju. Ég elska kon­una mína og börn­in mín og reyni nú að gera allt sem ég get til að vinna til baka traust þeirra og fyr­ir­gefn­ingu.“

Grohl og Blum eru sögð hafa lagt hart að sér til að halda fjöl­skyld­unni sam­an síðustu mánuði.

„Þau eru að fara í hjóna­bands­ráðgjöf og Dave hef­ur verið að gera allt sem hann get­ur til að vinna aft­ur traust Jor­dyn,“ seg­ir heim­ild­armaður­inn. „Hvor­ugt þeirra vill að fjöl­skyld­an sundrist.“

Us Weekly

mbl.is