32% samdráttur í grásleppuráðgjöf

Hafrannsóknastofnun leggur til 32% minni grásleppuafla í ár en á …
Hafrannsóknastofnun leggur til 32% minni grásleppuafla í ár en á síðasta ári. mbl.is/Hafþór

Haf­rann­sókna­stofn­un legg­ur til að ekki verði veitt meira af grá­sleppu á yf­ir­stand­andi fisk­veiðiári en 2 .760 tonn. Það er 32% minni afli en ráðlagt há­mark á síðasta fisk­veiðiári. 

Þetta kem­ur fram í ráðgjöf sem birt hef­ur verið á vef Haf­rann­sókna­stofn­un­ar. 

Þar seg­ir að ráðgjöf stofn­un­ar­inn­ar byggi að mestu á stofn­vísi­tölu úr stofn­mæl­ingu botn­fiska í mars 2025 (svo­kölluðu marsralli) en einnig frá ár­inu á und­an. Vísi­tala þessa árs var sú næst lægsta síðan að mæl­ing­ar hóf­ust 1985. Vísi­tala síðasta árs var einnig lág og vel und­ir lang­tíma meðaltali. 

Stofn­vísi­töl­ur hrogn­kelsa sveifl­ast milli ára, sem end­ur­spegla að hluta til óvissu í mæl­ing­un­um. Vegna þessa veg­ur stofn­vísi­tala sama árs 70% á móti 30% vægi vísi­tölu fyrra árs við út­reikn­ing ráðlagðs há­marks­afla,“ seg­ir á vef Haf­rann­sókna­stofn­un­ar. 

Stofn­un­in legg­ur jafn­framt til að upp­hafsafla­mark fisk­veiðiárið 2025/2026 verði 662 tonn, sem er helm­ing­ur upp­hafsafla­marks í grá­sleppu fisk­veiðiárið 2024/​2025 

mbl.is