Áformin samræmast stefnu Viðreisnar

Mikil hækkun veiðigjalda í sjávarútvegi er yfirvofandi.
Mikil hækkun veiðigjalda í sjávarútvegi er yfirvofandi. mbl.is/Eggert

„Þessi áform eru í full­komnu sam­ræmi við stefnu Viðreisn­ar sem er sú að það sem greitt er fyr­ir af­not af sjáv­ar­auðlind­inni, veiðigjaldið, ráðist af markaðsverði,“ seg­ir Ingvar Þórodds­son, þingmaður Viðreisn­ar í Norðaust­ur­kjör­dæmi, í sam­tali við Morg­un­blaðið.

„Ég hef alltaf sagt að það sé sann­gjarn­asta nálg­un­in, hvort sem hún myndi skila sér í hærra eða lægra veiðigjaldi. Þarna sjá­um við að hún myndi skila hærra veiðigjaldi og ég bind mikl­ar von­ir við að það muni m.a. skila sér í því að við get­um flýtt mik­il­vægri innviðaupp­bygg­ingu, t.d. í Norðaust­ur­kjör­dæmi þar sem mik­il verðmæti verða til í sjáv­ar­út­vegi,“ seg­ir hann.

Spurður hvort hann hafi áhyggj­ur af því að hækk­un veiðigjalds hefði nei­kvæð áhrif á fisk­vinnsl­una í kjör­dæm­inu, seg­ir Ingvar að ekki sé ljóst hver þau yrðu á ein­stök fyr­ir­tæki.

„Þetta var bara kynnt í gær, þannig að áhrif­in á ein­stök fyr­ir­tæki í mínu kjör­dæmi eða á land­inu öllu eru eitt­hvað sem við eig­um eft­ir að sjá. Sömu­leiðis geri ég ráð fyr­ir að fyr­ir­tæk­in muni skila inn um­sögn við frum­varps­drög­in, þannig að þetta er rétt að byrja. Eins og báðir ráðherr­arn­ir komu inn á þegar málið var kynnt, þá erum við að tala um tekj­ur sem eiga m.a. að fara í upp­bygg­ingu innviða úti á landi sem síðan styður við at­vinnu­veg­ina á lands­byggðinni,“ seg­ir Ingvar.

Lesa má nán­ar um málið í Morg­un­blaðinu í dag

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: