„Þetta blasir bókstaflega hræðilega við okkur“

Örvar segir að ríkisstjórnin hafi ekki rætt við samtökin áður …
Örvar segir að ríkisstjórnin hafi ekki rætt við samtökin áður en áformin voru kynnt. Samsett mynd/Alfons/Anton

Hækk­un veiðigjalda mun hafa slæm áhrif á smærri út­gerðir í land­inu og verða til þess að fólk á lands­byggðinni missi vinn­una. Þar að auki mun þetta stuðla að frek­ari samþjöpp­un í sjáv­ar­út­veg­in­um.

Þetta seg­ir Örvar Marteins­son, formaður Sam­taka smærri út­gerða, í sam­tali við mbl.is.

„Þetta blas­ir bók­staf­lega hræðilega við okk­ur,“ seg­ir Örvar

Rík­is­stjórn­in kynnti á þriðju­dag hug­mynd­ir um tvö­föld­un auðlinda­gjalds í sjáv­ar­út­vegi.

Samþjöpp­un og at­vinnum­iss­ir sjó­manna

Útgerðir í Sam­tök­um smærri út­gerða eru fyrst og fremst í króka­afla­mark­inu og eru línu­bát­ar. Að mestu er veidd ýsa og þorsk­ur.

Auðlinda­gjald á ýsu á að hækka um 25% og yfir 60% á þorski.

„Ég held að þetta komi til með að leggj­ast mjög þungt á þær út­gerðir sem eru inn­an okk­ar sam­taka, sér­stak­lega af því að svig­rúm til hagræðing­ar er ekk­ert hjá okk­ur,“ seg­ir hann.

Í króka­afla­mark­inu má ein­ung­is róa með línu og hand­færi, en sam­tök­in hafa bar­ist fyr­ir meira frelsi í þess­um efn­um til þess að geta hagrætt í rekstri. Örvar seg­ir að línu­út­gerð sé af­skap­lega dýr í rekstri.

„Miðað við það að við get­um ekki hagrætt á nokk­urn hátt þá held ég að af­leiðing­arn­ar hljóti að verða fækk­un út­gerða, sem þýðir nátt­úru­lega bara auk­in samþjöpp­un og at­vinnum­iss­ir sjó­manna á bát­un­um,“ seg­ir hann.

Ekk­ert sam­ráð

Örvar seg­ir að út­gerðirn­ar í sam­tök­un­um séu aðeins á lands­byggðinni og því megi segja að hækk­un­in muni bitna verst á lands­byggðinni.

Var eitt­hvað sam­ráð við ykk­ur áður en þessi áform voru kynnt?

„Nei. Það er ósköp. Það var ekk­ert sam­ráð,“ seg­ir hann.

Hann seg­ir að smærri út­gerðir hefðu verið til í að kynna fyr­ir stjórn­völd­um áhrif­in af breyt­ing­un­um fyr­ir út­gerðir í króka­afla­mark­inu.

„Ef við ætl­um að halda okk­ur við þá stefnu að það eigi að vera störf við út­gerð í land­inu og að of mik­il samþjöpp­un í sjáv­ar­út­vegi sé nei­kvæð, þá hefðum við viljað segja þeim að þetta get­ur bara endað á þann veg að það verður auk­in samþjöpp­un. Ekki síst hjá okk­ur af því að bát­arn­ir geta ekki hagrætt. Þetta geti ekki farið á önn­ur veiðarfæri þar sem það er ódýr­ara og þvíum­líkt.“

Örvar segir að hækkunin muni valda samþjöppun í sjávarútvegi.
Örvar seg­ir að hækk­un­in muni valda samþjöpp­un í sjáv­ar­út­vegi. mbl.is/​Al­fons

„Það á ekki að vera neitt leynd­ar­mál“

Örvar seg­ir að þess­ar breyt­ing­ar muni hafa áhrif hjá öll­um sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um en að áhrif­in muni fyrst sjást hjá þeim sem eru í króka­afla­mark­inu. Seg­ir hann að þetta muni þó einnig hafa áhrif hjá út­gerðum sem eru í afla­mark­inu. 

„Þetta hlýt­ur að flýta fyr­ir því að menn leggi upp laup­ana,“ seg­ir hann og bæt­ir við:

„Daði Már á nú að vita þetta og það stend­ur meira að segja í skýrsl­unni frá Auðlind­inni okk­ar, þar er skýrt tekið fram að all­ar rann­sókn­ir sýni fram á það að auk­in gjald­taka í sjáv­ar­út­vegi flýti fyr­ir samþjöpp­un. Það á ekki að vera neitt leynd­ar­mál og það á að vera gjör­sam­lega aug­ljóst,“ seg­ir Örvar.

Spurður hvort að það sé slæmt að það verði samþjöpp­un í sjáv­ar­út­vegi seg­ir hann að það muni leiða til þess að menn missi vinn­una og að það muni bitna á sjáv­arþorp­um út á landi.

mbl.is