Þyngir róður fjölskylduútgerða

Mikil hækkun veiðigjalda mun hafa áhrif á afkomu rótgróinna fjölskylduútgerða …
Mikil hækkun veiðigjalda mun hafa áhrif á afkomu rótgróinna fjölskylduútgerða víða um landið. mbl.is/Gunnlaugur

„Það er alltaf verið að horfa á þessi sex stóru fé­lög en við erum bara alls ekki í sömu aðstæðum og þau,“ seg­ir Hall­dór Krist­ins­son, fram­kvæmda­stjóri Krist­ins J. Friðþjófs­son­ar ehf., um þau áform rík­is­stjórn­ar­inn­ar að hækka veiðigjöld til muna.

Hann seg­ir ljóst að fólk átti sig ekki á því hvaða hlut­verki all­ar smærri út­gerðir gegna í nærsam­fé­lagi sínu og bend­ir á að út­gerðir hafi stutt við fjár­mögn­un nýs björg­un­ar­skips, æsku­lýðs- og íþrótt­astarf og fleira. „Það eru ákveðin sam­fé­lags­verk­efni sem við þurf­um að standa á bak við og það verður mjög erfitt, ég hef áhyggj­ur af því að þetta hverfi. Þetta er bara lands­byggðarskatt­ur.“

Í grein­ar­gerð frum­varps rík­is­stjórn­ar­inn­ar um hækk­un veiðigjalda kem­ur fram að með fyr­ir­huguðum breyt­ing­um yrði veiðigjald yf­ir­stand­andi árs 45,59 krón­ur á kíló fyr­ir þorsk sem er 59% hærra gjald en til­kynnt var um síðastliðin ára­mót. Í til­felli ýsu yrði gjaldið 24,9 krón­ur á kíló og er það tæp­lega 24% aukn­ing frá því sem nú er.

„Það virðist ekk­ert vera sem megi lifa nema ein­hverj­ir króka­bát­ar og stór­út­gerð, leynt og ljóst er verið að þurrka út þessa millistærðarbáta og drag­nóta­báta. Þetta er ekki flókn­ara en það,“ seg­ir Guðlaug­ur Óli Þor­láks­son sem ger­ir út drag­nóta­bát­inn Haf­borgu EA frá Gríms­ey.

„Það er ekki nóg að það sé stans­laus niður­skurður á afla­heim­ild­um held­ur er líka aukn­ing í allskon­ar álög­um hvert sem er litið hvort sem það er aðkeypt þjón­usta, sala á fisk­mörkuðum, hafn­ar­gjöld, kol­efn­is­gjald eða hvað sem þetta allt heit­ir,“ seg­ir hann.

Rætt var um áform rík­is­stjórn­ar­inn­ar á Alþingi í gær.

Arðgreiðslur sem hlut­fall af hagnaði eru mun minni í sjáv­ar­út­vegi en í öðrum at­vinnu­grein­um, að sögn Birtu Kar­en­ar Tryggva­dótt­ur, hag­fræðings Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi. Hún seg­ir að grein­in hafi nýtt góð ár til að niður­greiða skuld­ir og fjár­festa í bætt­um tækja­búnaði, nýj­um og hag­kvæm­ari skip­um o.fl.

„Rekstri í sjáv­ar­út­vegi fylg­ir tölu­verð óvissa og því þurfa fyr­ir­tæk­in að hafa svig­rúm til að bregðast við,“ seg­ir Birta.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: