Lakari afkoma útgerða skilar minni skatttekjum

Hækkun veiðigjalds er sögð ógna fjárfestingum í sjávarútvegi.
Hækkun veiðigjalds er sögð ógna fjárfestingum í sjávarútvegi. mbl.is/Börkur Kjartansson

Ein­ar Sig­urðsson, stjórn­ar­formaður Ísfé­lags hf., tel­ur ljóst að hækk­un veiðigjalda muni koma niður á fjár­fest­ingu fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi. Af­leiðing þess kunni að verða lak­ari sam­keppn­is­skil­yrði, sem leiði af sér auk­inn út­flutn­ing af óunn­um fiski sem skili minni tekj­um af sjáv­ar­út­vegi til rík­is og sveit­ar­fé­laga.

Þetta sagði hann í sam­tali við Eyja­f­rétt­ir í vik­unni.

Þar gagn­rýndi hann að breyt­ing­ar á afla­verðmæt­um til grund­vall­ar veiðigjalds hér á landi skyldu miða við upp­boðsverð í Nor­egi.

„Að taka töl­ur í öðrum lönd­um og færa á Ísland. Við erum með kerfi hér þar sem veiðar og vinnsla eru á sömu hendi. Það hef­ur verið okk­ar gæfa, og skilað sér í að mikið af fiski er unnið hér en mun stærri hluti er flutt­ur úr landi óunn­inn t.d. í Nor­egi. Þar er fisk­vinnsl­an illa stödd og mun minna fjár­fest þar í vinnsl­um. Ef vinnsl­an á að borga sig og fyr­ir­tæk­in fjár­festa í þeim gef­ur það auga leið að þær fjár­fest­ing­ar verða að skila góðri af­komu.

Það er ekk­ert mat gert á því hvaða áhrif þetta hef­ur. Stærst­ur hluti hækk­un­ar­inn­ar er greidd­ur af fyr­ir­tækj­um úti á landi og það mun hafa áhrif og veikja m.a. fisk­vinnsl­una. Draga úr fjár­fest­ing­um og hugs­an­lega fer meira óunnið úr landi, það minnk­ar bæði skatt­spor og út­svar sveit­ar­fé­laga,“ sagði hann.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: