Útgerðir draga úr umsvifum

Útgerðir veigra sér við að fjárfesta vegna gjaldhækkana.
Útgerðir veigra sér við að fjárfesta vegna gjaldhækkana. mbl.is/Sigurður Bogi

Til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar um hækk­un veiðigjalds sem kynnt­ar voru síðastliðinn þriðju­dag hafa þegar leitt til þess að sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki hafa frestað eða hætt við fram­kvæmd­ir og kaup á tækj­um og búnaði.

Fyr­ir­tæki sem þjón­usta sjáv­ar­út­veg­inn ótt­ast skerta fjár­fest­ing­ar­getu út­gerða og segja ný­sköp­un í sjáv­ar­út­vegi í hættu.

„Við vor­um með verk­efni í einni vinnslu í sum­ar og okk­ur var til­kynnt í gær [fimmtu­dag] að því verður frestað. Svo erum við með verk­efni í tog­ara þar sem menn eru hætt­ir við breyt­ing­ar á kæli­kerfi. Þetta er strax farið að hafa áhrif á okk­ur,“ seg­ir Freyr Friðriks­son fram­kvæmda­stjóri Kapps. „Það er grafal­var­legt ef menn ætla að keyra þetta í gegn,“ seg­ir hann.

„Við erum þegar með afpönt­un á einu fjár­fest­ing­ar­verk­efni í vinnslu­búnaði, við von­um að það verði bara frest­un. Það er ljóst að þetta er okk­ur ekki til fram­drátt­ar,“ seg­ir Páll Kristjáns­son, fram­kvæmda­stjóri Slipps­ins DNG á Ak­ur­eyri. 

Nán­ar má lesa um málið í Morg­un­blaðinu í dag, laug­ar­dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina