Óvænt frumvarp um grásleppuveiðar tekið fyrir

Sigurjón Þórðarson er formaður atvinnuveganefndar.
Sigurjón Þórðarson er formaður atvinnuveganefndar.

Þing­menn stjórn­ar­flokk­anna í at­vinnu­vega­nefnd hafa boðað umræður á fundi nefnd­ar­inn­ar í fyrra­málið um óvænt frum­varp sem miðar að því að end­ur­vekja fyrra fyr­ir­komu­lag um leyf­is­veit­ing­ar fyr­ir grá­sleppu­veiðar og af­nema kvóta­setn­ingu sem kom til sög­unn­ar með lög­um í fyrra.

Grá­slepp­an var kvóta­sett á síðasta ári með þann meg­in­til­gang að tryggja sjálf­bær­ar grá­sleppu­veiðar sem þóttu ómark­viss­ar og ófyr­ir­sjá­an­leg­ar, en þær höfðu áður verið háðar rétti til veiða sam­kvæmt leyf­um frá Fiski­stofu.

Formaður nefnd­ar­inn­ar er Sig­ur­jón Þórðar­son, þingmaður Flokks fólks­ins, en í nefnd­inni er einnig Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir, þingmaður Flokks fólks­ins, sem sagði sig úr vinstri græn­um á síðasta ári fyr­ir að samþykkja frum­varp um kvóta­setn­ingu grá­sleppu. 

Frum­varpið sem nú verður tekið fyr­ir í nefnd­inni er ekki á þing­mála­skrá rík­is­stjórn­ar­inn­ar. 

Kvóta­setn­ing af­num­in og þess í stað leyf­is­veit­ing frá Fiski­stofu

„Grá­sleppu­veiðar skulu háðar sér­stöku leyfi Fiski­stofu og eiga þeir bát­ar ein­ir kost á slíku leyfi sem rétt áttu til leyf­is á grá­sleppu­vertíðinni 1997 sam­kvæmt regl­um þar um,“ seg­ir í frum­varp­inu.

Í grein­ar­gerð frum­varps­ins seg­ir að kvóta­setn­ing­in þjóni hvorki hags­mun­um at­vinnu­grein­ar­inn­ar né nytja­stofns­ins og þar með þjóni það ekki hags­mun­um al­menn­ings.

mbl.is