Tilvist Lýsis alvarlega ógnað

Lýsi hefur verulegar áhyggjur af frumvarpi ríkisstjórnarinnar.
Lýsi hefur verulegar áhyggjur af frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Ljósmynd/lysi.com

Lýsi hf. seg­ir að áform rík­is­stjórn­ar­inn­ar um hækk­un veiðigjalda sé al­var­leg ógn við til­vist fyr­ir­tæk­is­ins sem starfað hef­ur í 87 ár.

Þetta kem­ur fram í um­sögn fyr­ir­tæk­is­ins við frum­varpi Hönnu Katrín­ar Friðriks­son at­vinnu­vegaráðherra sem miðar að því að tvö­falda veiðigjöld.

Varað hef­ur við því að fisk­vinnsl­ur fari í aukn­um mæli er­lend­is ef breyt­ing­in nær í gegn.

Meiri arður í að flytja afl­ann óunn­inn úr landi

Lýsi seg­ir að alla tíð hafi fyr­ir­tækið full­nýtt hrá­efni og afurðir sem verða til við vinnslu sjáv­ar­af­urða.

„Verði til­laga frum­varps um aukn­ar álög­ur stjórn­valda á sjáv­ar­út­veg­inn að raun­veru­leika, má bú­ast við veru­leg­um sam­drætti í fram­boði þess­ara auka­af­urða sem Lýsi hf. bygg­ir sína til­veru á,“ seg­ir í um­sögn­inni.

Lýsi seg­ir fyr­ir­séð að út­gerðir muni hafa meiri arðsemi af því að flytja afl­ann óunn­inn úr landi vegna veru­lega lak­ari sam­keppn­isaðstöðu við vinnslu á fiski hér á landi.

Enn frem­ur sé lík­legt að stór hluti bol­fisks verði unn­inn á sjó eða flutt­ur úr landi sem hrá­efni til vinnslu í niður­greidd­um sjáv­ar­vinnsl­um í Evr­ópu­lönd­um.

„Ólík­legt má telj­ast að Lýsi hf. tak­ist að ná auka­af­urðum af þess­um fiski aft­ur til Íslands til vinnslu með til­heyr­andi kostnaði,“ seg­ir í um­sögn­inni.

Óger­legt að sækja flest hrá­efni til vinnslu er­lend­is frá

Lýsi vek­ur at­hygli á því að fyr­ir­tækið hafi markaðssett vör­ur sín­ar sem ís­lensk­ar í flest­um til­fell­um, þær séu fram­leidd­ar á Íslandi með end­ur­nýt­an­legri orku og hrá­efn­in frá vottuðum fisk­veiðum.

Þessi sér­kenni fyr­ir­tæk­is­ins leiði því til þess að það megi „telj­ast því sem næst óger­legt fyr­ir okk­ar fyr­ir­tæki að sækja flest hrá­efni til okk­ar fjölþættu vinnslu er­lend­is frá“.

„Áætlan­ir stjórn­valda eru því al­var­leg ógn við til­vist Lýsi hf. eft­ir 87 ára þró­un­ar­vinnu og upp­bygg­ingu á vinnslu og mörkuðum fyr­ir auka­af­urðir úr ís­lensk­um sjáv­ar­út­vegi,“ seg­ir að lok­um í um­sögn­inni.

mbl.is