Atvinnuvegaráðuneytið hefur birt í samráðsgátt stjórnvalda drög að breytingum á reglugerð um vigtun og skráningu afla. Felur breytingin í sér að aflaskráningu strandveiðibáta verði lokið á hafnarvog.
„Með þeirri breytingu muni endurvigtunum fækka um þúsundir árlega með minni líkum á mistökum við innslátt upplýsingum. Þá mun breytingin einnig draga verulega úr möguleikum á rangri skráningu á ís í afla,“ segir um máli í samráðsgátt.
Vakin er athygli á að rúmur helmingur allra landana dagróðrabáta sé vegna strandveiða og stendur til að meta reynsluna af breytingunni með það fyrir sjónum að meta hvort tilefni sé að ljúka allri vigtun dagróðrabáta á hafnarvog við löndun.
„Breytingin er mikilvægt skref til að auka traust, trúverðugleika og öryggi í fiskveiðistjórnun og muni stuðla að hagkvæmari ferlum við skráningu sjávarafla,“ segir í kynningunni.