Vilja banna endurvigtun strandveiðiafla

Ríkisstjórnin vill banna endurvigtun strandveiðiafla og leggur til að allur …
Ríkisstjórnin vill banna endurvigtun strandveiðiafla og leggur til að allur afli bátanna verði skráður að lokinni vigtun á hafnarvog. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

At­vinnu­vegaráðuneytið hef­ur birt í sam­ráðsgátt stjórn­valda drög að breyt­ing­um á reglu­gerð um vigt­un og skrán­ingu afla. Fel­ur breyt­ing­in í sér að afla­skrán­ingu strand­veiðibáta verði lokið á hafn­ar­vog.

„Með þeirri breyt­ingu muni end­ur­vi­gt­un­um fækka um þúsund­ir ár­lega með minni lík­um á mis­tök­um við innslátt upp­lýs­ing­um. Þá mun breyt­ing­in einnig draga veru­lega úr mögu­leik­um á rangri skrán­ingu á ís í afla,“ seg­ir um máli í sam­ráðsgátt.

Vak­in er at­hygli á að rúm­ur helm­ing­ur allra land­ana dagróðrabáta sé vegna strand­veiða og stend­ur til að meta reynsl­una af breyt­ing­unni með það fyr­ir sjón­um að meta hvort til­efni sé að ljúka allri vigt­un dagróðrabáta á hafn­ar­vog við lönd­un.

„Breyt­ing­in er mik­il­vægt skref til að auka traust, trú­verðug­leika og ör­yggi í fisk­veiðistjórn­un og muni stuðla að hag­kvæm­ari ferl­um við skrán­ingu sjáv­ar­afla,“ seg­ir í kynn­ing­unni.

mbl.is