„Aðför að undirstöðuatvinnugrein“

Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Verði frum­varp Hönnu Katrín­ar Friðriks­son­ar at­vinnu­vegaráðherra um hækk­un veiðigjalds að lög­um mun virk­ur tekju­skatt­ur fyr­ir­tækja sem stunda fisk­veiðar verða 76%. Virk­ur tekju­skatt­ur þeirra í dag er 58% en annarra fyr­ir­tækja er 38%.

Sig­ríður Mar­grét Odds­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, vek­ur at­hygli á þessu í aðsendri grein í Morg­un­blaðinu í dag.

„Það er aug­ljóst að slík of­ur­skatt­lagn­ing er ekki til þess fall­in að hvetja fram­taks­sama ein­stak­linga til þess að fjár­festa í at­vinnu­grein­inni en það sem er verra er að slík of­ur­skatt­lagn­ing hef­ur fæl­ing­ar­mátt þegar kem­ur að fjár­fest­ingu í at­vinnu­líf­inu í heild sinni. Rík­is­stjórn­in hef­ur búið til nýtt óvissu­álag þegar kem­ur að verðmæta­sköp­un, sem mun fylgja henni út kjör­tíma­bilið,“ skrif­ar hún.

Þá sak­ar Sig­ríður Mar­grét rík­is­stjórn­ina um að aðför að und­ir­stöðuat­vinnu­grein lands­ins sem búi við þrengri rekstr­ar­skil­yrði en aðrar grein­ar. Húns egir það ger­ast „á tím­um þegar aðstæður kalla á að leiðtog­ar á öll­um sviðum blási fram­taks­sömu fólki bar­áttu­anda í brjóst með sýn um aukna hag­sæld og tæki­færi fyr­ir Ísland á alþjóðavett­vangi.“

Mála grein­ina sem óvin þjóðar

Sig­ríður Mar­grét seg­ir rík­is­stjórn­ina hafa rætt um sjáv­ar­út­veg­inn með slík­um hætti að það gefi til kynna að grein­in sé óvin­ur þjóðar­inn­ar.

„At­vinnu­vegaráðherra hef­ur sagt að grein­in „mali gull“ og skrifað grein um sjáv­ar­út­veg með til­vís­un í leikna sjón­varps­seríu, auk þess sem látið hef­ur verið að því liggja að arður úr grein­inni sé notaður til þess að kaupa upp Ísland. Slík­ar yf­ir­lýs­ing­ar eru til þess falln­ar að skapa þau hug­hrif, rang­lega, að ís­lensk­ur sjáv­ar­út­veg­ur sé óvin­ur þjóðar­inn­ar og rétt­læta aðför að rekstr­ar­skil­yrðum grein­ar­inn­ar.“

Hún bend­ir á að um átta þúsund starfa í ís­lensk­um sjáv­ar­út­vegi og að at­vinnu­grein­in sé sú sem greiði hæstu laun­in á land­inu, auk þess sem hún beri mesta launa­kostnað allra greina.

„Þannig hef­ur það verið eins langt aft­ur og töl­ur Hag­stofu ná, þó svo að aðrar grein­ar standi fyr­ir fleiri störf­um. Launa­kostnaður sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja stend­ur und­ir ráðstöf­un­ar­tekj­um fólks, vel­ferðar­kerf­um í gegn­um skatta, ævi­sparnaði þeirra sem starfa í grein­inni í gegn­um líf­eyr­is­sjóðina og trygg­ing­um sem grípa fólk þegar á þarf að halda hvort sem er í veik­ind­um, at­vinnu­leysi eða fæðing­ar­or­lofi,“ seg­ir í grein Sig­ríðar Mar­grét­ar.

Grein­ina má lesa í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: