„Bæði illa tímasett og óábyrg“

Bæjarráð Fjarðabyggðar er andvígt stórfellda aukningu veiðigjalda.
Bæjarráð Fjarðabyggðar er andvígt stórfellda aukningu veiðigjalda. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

„Bæj­ar­ráð Fjarðabyggðar lýs­ir yfir ein­dreg­inni and­stöðu við fyr­ir­hugaða hækk­un veiðigjalda. Boðuð hækk­un er bæði illa tíma­sett og óá­byrg, sér­stak­lega í ljósi loðnu­brests og nú­ver­andi skattaum­hverf­is sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja,“ seg­ir í bók­un full­trúa Fram­sókn­ar­flokks­ins og Sjálf­stæðis­flokks­ins í bæj­ar­ráði Fjarðabyggðar í gær.

Seg­ir þar að sjáv­ar­út­veg­ur sé einn af burðarás­um at­vinnu­lífs í Fjarðabyggð sem og und­ir­staða í út­flutn­ingi lands­ins alls og treysti sam­fé­lög­in í sveit­ar­fé­lag­inu á öfl­uga starf­semi fyr­ir­tækja í grein­inni.

Í bók­un Fjarðal­ist­ans seg­ir að mik­il­vægi sjáv­ar­út­vegs fyr­ir at­vinnu­lífið á svæðinu sé óum­deilt og nauðsyn­legt að ít­ar­legt mat fari fram á áhrif­um veiðigjalda á sam­fé­lög sem byggja af­komu sína að veru­legu leyti á sjáv­ar­út­vegi. Áhersla er á að álagn­ing veiðigjalda sé sann­gjörn, fyr­ir­sjá­an­leg og styðji við verðmæta­sköp­un.

Nán­ar má lesa um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: