„Brigslyrði og fúkyrðaflaumur skilar engu“

Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, segir atvinnuvegaráðherra ekki fara með rétt …
Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, segir atvinnuvegaráðherra ekki fara með rétt mál er rætt er um fjárfestingar sjávarútvegsfélaga. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í bréfi sem Gunnþór Ingva­son for­stjóri Síld­ar­vinnsl­unn­ar hf. hef­ur sent hlut­höf­um seg­ir full­yrðing­ar Hönnu Katrín­ar Friðriks­son­ar at­vinnu­vegaráðherra um fjár­fest­ing­ar sjáv­ar­út­vegs­ins í óskyld­um rekstri eiga enga stoð í raun­veru­leik­an­um.

Kall­ar hann eft­ir mál­efna­legri umræðu um sjáv­ar­út­veg. „Gíf­ur­yrði, brigsl­yrði og fúkyrðaflaum­ur skil­ar engu og er eng­um til fram­drátt­ar,“ seg­ir hann í bréf­inu sem birt hef­ur verið á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar.

„Ein­hverra hluta vegna kjósa ráðamenn að fara fram með van­hugsaðar og illa út­færðar til­lög­ur um skatta­hækk­an­ir sem ekki þola skoðun, í stað rök­stuðnings og gagna. Farið er fram með rang­ar staðhæf­ing­ar um af­komu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja og fjár­fest­ing­ar þeirra gerðar tor­tryggi­leg­ar. Má til dæm­is nefna full­yrðingu at­vinnu­vegaráðherra ný­verið um 100 millj­arða fjár­fest­ing­ar sjáv­ar­út­vegs í óskyld­um at­vinnu­rekstri.“

„Það væri því gott ef þeir sem hæst hafa um sjáv­ar­út­veg gætu nefnt dæmi máli sínu til stuðnings og bent á hvar þess­ar fjár­fest­ing­ar í óskyld­um rekstri upp á hundruð millj­arða eru.“

Bergur og Vestmannaey í höfn í Vestmannaeyjum.
Berg­ur og Vest­manna­ey í höfn í Vest­manna­eyj­um. Ljós­mynd/​Síld­ar­vinnsl­an: Arn­ar Rich­ards­son

200 millj­ón­ir í nærsam­fé­lagið

Gunnþór rek­ur fjár­fest­ing­ar Síld­ar­vinnsl­unn­ar í bréf­inu og seg­ir frá því að fé­lagið hafi á und­an­förn­um ell­efu árum fjár­fest fyr­ir 79,8 millj­arða króna í nýj­um skip­um, verk­smiðjum, eldi og búnaði og tækj­um vegna veiða og vinnslu. Fjár­fest­ing­ar sem ekki tengj­ast starf­semi fé­lags­ins á sama tíma voru 200 millj­ón­ir króna og runnu til verk­efna í nærsam­fé­lag­inu í Fjarðabyggð.

Um­rædd­ar 200 millj­ón­ir fóru að mestu í verk­efni sem hafa þurft fjár­magn til að kom­ast á lagg­irn­ar og eru eign­ar­hlut­ir Síld­ar­vinnsl­unn­ar í fjár­fest­inga­fé­lag­inu Vör sem fé­lagið á 60% á móti 40% Byggðastofn­un­ar.

„Í gegn­um þetta fé­lag á Síld­ar­vinnsl­an um 50% í fast­eigna­fé­lag­inu Miðás sem byggði hús­næði neta­verk­stæðis í Nes­kaupstað í sam­starfi við Hampiðjuna en það er jafn­framt stærsta fjár­fest­ing­in af þess­um 200 millj­ón­um króna. Þá má nefna fjár­fest­ingu í Hót­el Hildi­brand í Nes­kaupstað. Þegar sá eign­ar­hlut­ur var seld­ur keypti Síld­ar­vinnsl­an jörðina Fann­ar­dal með það að mark­miði að kol­efnis­jafna rekst­ur fé­lags­ins með trjá­rækt,“ seg­ir í bréf­inu.

„Full­yrðing­ar um stór­felld­ar fjár­fest­ing­ar í ótengd­um rekstri eiga sér því enga stoð í raun­veru­leik­an­um. Góð ár hafa verið nýtt til fjár­fest­inga í innviðum, öðrum fé­lög­um í sam­bæri­leg­um rekstri og afla­heim­ild­um. Þegar Síld­ar­vinnsl­an hef­ur fjár­fest í öðrum sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um hef­ur það gerst í ein­hverj­um til­vik­um að með í kaup­un­um hafa fylgt kenni­töl­ur og fé­lög en í lang­flest­um til­vik­um teng­ist starf­semi þeirra upp­bygg­ingu í nærsam­fé­lagi viðkom­andi sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­is með ein­um eða öðrum hætti,“ seg­ir Gunnþór.

Mynd/​Síld­ar­vinnsl­an

Sam­fé­lags­spor þre­falt arði

Rifjar Gunnþór upp að á þeim um tveim­ur ára­tug­um sem hann hafi leitt fé­lagið hafi aðeins ein fjár­fest­ing átt sér stað í ótengd­um rekstri. Var það árið 2011 eft­ir að óskað var eft­ir því að Síld­ar­vinnsl­an tæki þátt í kaup­um á hlut Seðlabanka Íslands í Sjóvá.

„Fjár­fest var fyr­ir 1,4 millj­arða króna og síðan fyr­ir 84 millj­ón­ir króna þrem­ur árum síðar. Áður en Síld­ar­vinnsl­an var skráð á al­menn­an hluta­bréfa­markað vorið 2021 voru hluta­bréf fé­lags­ins í Sjóvá af­hent hlut­höf­um enda var ekki talið rétt að Síld­ar­vinnsl­an ætti við þær aðstæður eign­ar­hluti í fé­lög­um í óskyld­um rekstri. En í millitíðinni höfðu kaup­in feng­ist til baka í formi arðgreiðslna.“

Þá bend­ir Gunnþór á að Síld­ar­vinnsl­an hafi hagn­ast um 70 millj­arða króna frá ár­inu 2014 og fjár­fest fyr­ir 80 millj­arða.

„Um­rædd­ar fjár­fest­ing­ar hafa verið fjár­magnaðar með hagnaði fé­lags­ins, 70 millj­örðum króna, auknu hluta­fé upp á 13,8 millj­arða króna og með lán­tök­um upp á 11,8 millj­arða króna. Á sama tíma­bili nem­ur greidd­ur arður um 22 millj­örðum króna en bein­ar tekj­ur hins op­in­bera af starf­sem­inni, svo­kallað sam­fé­lags­spor, nem­ur 65 millj­örðum króna. Sam­fé­lags­sporið er því tæp­lega þreföld fjár­hæð greidds arðs á tíma­bil­inu.“

Fjár­fest í skip­um

Á und­an­förn­um ell­efu árum hef­ur Síld­ar­vinnsl­an fjár­fest fyr­ir um 19 millj­arða króna í skip­un­um Beiti, Barða og Börk. Verðmæti Bark­ar á nú­v­irði er um 8,6 millj­arðar króna.

„Þessi skip hafa stuðlað að auk­inni verðmæta­sköp­un, bæði hvað varðar meðferð afla og getu til að nýta heim­ild­ir, auk þess sem kol­efn­is­spor þeirra er mun lægra en eldri skipa. Ávinn­ing­ur af fjár­fest­ing­um hef­ur því bæði skilað sér í arðbær­ari og um­hverf­i­s­vænni rekstri,“ seg­ir Gunnþór.

Þá end­ur­nýjaði dótt­ur­fé­lagið Berg­ur-Hug­inn ehf. tog­ara sína í Vest­manna­eyj­um, Vest­manna­ey og Berg VE. Frysti­tog­ar­inn Blæng­ur var keypt­ur af Ögur­vík og um­tals­verðir fjár­mun­ir sett­ir í að upp­færa hann.

Þá hef­ur frá ár­inu 2014 verið fjár­fest fyr­ir 14,6 millj­arða í fast­eign­um og tækj­um.

„Hér veg­ur þyngst fjár­fest­ing í auk­inni af­kasta­getu og end­ur­nýj­un fisk­mjöls­verk­smiðjunn­ar í Nes­kaupstað. Þar var meðal ann­ars sett upp lít­il prótein­verk­smiðja sem hugsuð er til mann­eld­is­vinnslu, auk­inn­ar verðmæta­sköp­un­ar og orku­sparnaðar. Þá var eldri verk­smiðjan einnig end­ur­nýjuð að stærstu leyti. Upp­sjáv­ar­vinnsl­an var stækkuð og af­kasta­geta henn­ar auk­in með fjár­fest­ingu í hrogna­vinnslu, flök­un­ar­vél­um og pökk­un­ar­línu. All­ar þess­ar fjár­fest­ing­ar eru þess eðlis að þær auka verðmæti og fram­leiðni Síld­ar­vinnsl­unn­ar og spara orku.“

Mest í afla­heim­ild­um

Fram kem­ur að Síld­ar­vinnsl­an hafi mest fjár­fest í afla­heim­ild­um, fyr­ir um 31,8 millj­arða króna. Hef­ur fé­lagið keypt uppistöðuna af sín­um afla­heim­ild­um „en ekki fengið þær gef­ins eins og oft er gefið til kynna í umræðunni.“

Fé­lög­in sem Síld­ar­vinnsl­an hef­ur fjár­fest í eru Berg­ur-Hug­inn ehf. og Berg­ur ehf. í Vest­manna­eyj­um en unnið er að samruna þeirra. Eitt skip fé­lag­anna var selt en gera þau sam­an­lagt út tvö skip.

Síldarvinnslan hefur fjárfest mikið í auknum afköstum afurðastöðvar sinnar í …
Síld­ar­vinnsl­an hef­ur fjár­fest mikið í aukn­um af­köst­um afurðastöðvar sinn­ar í Nes­kaupstað. Ljós­mynd/​Guðlaug­ur B. Birg­is­son

„Þegar önd­veg­is­hjón­in Guðrún og Ágúst í Stál­skip­um ákváðu að hætta rekstri voru hluti veiðiheim­ilda Stál­skipa í ís­lenskri lög­sögu keypt­ar af fé­lag­inu. Þess má geta að Stál­skip hafði sjálft keypt stærst­an hluta sinna veiðiheim­ilda á sín­um tíma,“ seg­ir í bréfi Gunnþórs.

Þá var Gull­berg ehf. á Seyðis­firði keypt ásamt Brimbergi sem rak frysti­hús, en fé­lög­in runnu inn í Síld­ar­vinnsl­una. Frysti­hús­inu var lokað í fyrra „enda vinnsl­an ekki sam­keppn­is­fær. Um­tals­verða fjár­fest­ingu hefði þurft til að reka vinnsl­una áfram og þar sem hún er staðsett á hættu­svæði var slík fjár­fest­ing ekki tal­in for­svar­an­leg.“

Þá var keypt­ur meiri­hluti í Run­ólfi Hall­freðssyni ehf. á Akra­nesi og nú síðast fest kaup á öllu hluta­fé í Vísi hf. í Grinda­vík, en hluti kaup­verðs var greidd­ur með út­gáfu nýs hluta­fjár í Síld­ar­vinnsl­unni.

Þá var sum­arið 2022 fest kaup á 34% hluti í lax­eld­is­fé­lag­inu Arctic Fish á Vest­fjörðum fyr­ir 14,4 millj­arða króna.

„Okk­ur þótti þetta áhuga­verð fjár­fest­ing enda var það spenn­andi tæki­færi að koma að upp­bygg­ingu og verðmæta­sköp­un í fisk­eldi sem er vax­andi at­vinnu­grein hér á landi og mun verða leiðandi í aukn­um út­flutn­ings­tekj­um, verðmæta­sköp­un og lífs­kjara­sókn á kom­andi árum, ef vel tekst til.“

Biður um dæmi

Gunnþór kveðst vona að upp­lýs­ing­arn­ar um fjár­fest­ing­ar Síld­ar­vinnsl­unn­ar sýni svart á hvítu að rekst­ur fé­lags­ins hafi fyrst og fremst snú­ist um að efla það sem sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki.

„Það væri því gott ef þeir sem hæst hafa um sjáv­ar­út­veg gætu nefnt dæmi máli sínu til stuðnings og bent á hvar þess­ar fjár­fest­ing­ar í óskyld­um rekstri upp á hundruð millj­arða eru. Að þessu sögðu er hins veg­ar mik­il­vægt að árétta að það er já­kvætt að arðgreiðslur til hlut­hafa Síld­ar­vinnsl­unn­ar hafi leitað til fjár­fest­inga víða í ís­lensku at­vinnu­lífi. Sú staðreynd er bara ótengd því máli sem hér er til um­fjöll­un­ar.“

mbl.is