Grenntist með aðstoð þyngdarstjórnunarlyfja

Meghan Trainor hefur breyst mikið á síðustu árum.
Meghan Trainor hefur breyst mikið á síðustu árum. Samsett mynd

Banda­ríska söng­kon­an Meg­h­an Train­or geislaði af gleði og þokka er hún gekk niður rauða dreg­il­inn í Ing­lewood í Kali­forn­íu á laug­ar­dag.

Train­or var viðstödd Bill­bo­ard-verðlaun kvenna í tónlist og vakti mikla at­hygli á rauða dregl­in­um, þá helst vegna mik­illa út­lits­breyt­inga, en söng­kon­an hef­ur grennst tölu­vert á síðustu mánuðum og gekkst einnig und­ir brjóstas­tækk­un og brjósta­lyft­ingu fyrr á ár­inu.

Söng­kon­an, sem er þekkt fyr­ir hrein­skilni sína á sam­fé­lags­miðlum, tjáði sig um hratt og skyndi­legt þyngd­artap sitt í færslu á In­sta­gram-síðu sinni í gær­dag eft­ir að hafa fengið ít­rekaðar spurn­ing­ar frá frétta­mönn­um sem vildu all­ir fá að vita leynd­ar­málið á bak við breytt út­lit henn­ar.

Train­or viður­kenndi að þyngd­artapið væri til­komið, að ein­hverju leyti, vegna notk­un­ar á þyngd­ar­stjórn­un­ar­lyf­inu Mounjaro en hún sagðist einnig hafa fengið góða hjálp frá nær­ing­ar­ráðgjafa og þjálf­ara.

Mik­il aukn­ing hef­ur verið í notk­un lyfja á borð við Ozempic, Sax­enda, Mounjaro og Wegovy síðustu ár og hafa marg­ar Hollywood-stjörn­ur, þar á meðal Oprah Win­frey, Min­dy Kaling, Sharon Os­bour­ne, Josh Gad, Jon­ath­an Van Ness, Whoopi Gold­berg og Kelly Cl­ark­son viður­kennt að hafa not­fært sér slík lyf til að grenn­ast.

mbl.is