„Hætt við verulegum brestum í einstökum samfélögum“

Bæjarstjórn samþykkti bókun samhljóða.
Bæjarstjórn samþykkti bókun samhljóða. Ljósmynd/Suðurnesjabær

Bæj­ar­stjórn Suður­nesja­bæj­ar gagn­rýn­ir harðlega vinnu­brögð stjórn­valda við fram­lagn­ingu á drög­um að frum­varpi um veiðigjöld. Gagn­rýnd­ur er skamm­ur fyr­ir­vari til um­sagn­ar, að ekki liggi fyr­ir grein­ing á áhrif­um og að ótt­ast sé að boðuð hækk­un muni hafa slæm áhrif á sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki í bæn­um. 

Þetta kem­ur fram í bók­un sem sett var fram sam­hljóða af full­trú­um O-lista, D-lista, S-lista og B-lista. 

Vika of stutt­ur tími 

„Í fyrsta lagi er gef­inn mjög skamm­ur tími til að veita um­sagn­ir um frum­varpið, ein­ung­is 7 virk­ir dag­ar þar til sam­ráði skal lokið. Um er að ræða mjög stórt og mik­il­vægt hags­muna­mál fyr­ir sveit­ar­fé­lög og sjáv­ar­byggðir í land­inu og það er því lág­marks krafa að gef­inn sé góður tími fyr­ir sveit­ar­fé­lög­in til að leggja mat á mögu­leg áhrif frum­varps­ins á sveit­ar­fé­lög og sjáv­ar­byggðirn­ar,“ seg­ir í bók­un­inni. 

Þá seg­ir að í 129.grein sveit­ar­stjórn­ar­laga eru ákvæði um að upp­lýs­ing­ar um áhrif frum­varps­ins eigi að liggja fyr­ir þegar svona mál eru lögð fram og hafa áhrif á sveit­ar­fé­lög­in.

<br/><br/>

„Bæj­ar­stjórn lýs­ir áhyggj­um af því að fram­kvæmd lag­anna, ef þau verða samþykkt, muni hafa nei­kvæð áhrif á um­svif sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja í sveit­ar­fé­lag­inu.“

Bent er á að ýmsa af­leidda þjón­ust­u­starf­semi sem fylgi starf­semi sjáv­ar­út­vegs­ins og gefið í skyn að slík störf séu í hættu. Þá er lýst áhyggj­um af nei­kvæðum áhrif­um á land­vinnslu sjáv­ar­afla. 

Samþjöpp­un áhyggju­efni 

Þá er lýst yfir áhyggj­um af því að laga­setn­ing­in kunni að stuðla að samþjöpp­un í sjáv­ar­út­vegi. 

„Bæj­ar­stjórn bend­ir á að auk ým­issa áhrifa sem laga­setn­ing­in get­ur komið til með að hafa í för með sér sé sú hætta að út­gerðir fiski­skipa í millistærð, ein­stak­lings-og fjöl­skyldu­út­gerðir legg­ist af og að veiðiheim­ild­ir þeirra fær­ist til stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­anna. Ef það ger­ist er hætt við veru­leg­um brest­um í ein­stök­um sam­fé­lög­um sem byggja á at­vinnu­starf­semi í og við sjáv­ar­út­veg auk þess sem veiðiheim­ild­ir safn­ist enn frek­ar til stærri sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja.“

Hvetja ráðherra til sam­ráðs 

„Bæj­ar­stjórn hvet­ur ráðherra sjáv­ar­út­vegs­mála til að leggja sig fram um að eiga eðli­legt og sjálfsagt sam­ráð við sveit­ar­fé­lög­in um þetta mikla hags­muna­mál og sýna fram á hver mögu­leg áhrif verða á sveit­ar­fé­lög og sjáv­ar­byggðir ef frum­varpið verður að lög­um.“

mbl.is