Ríkisstjórnin sökuð um brot á lögum

Ísafjarðarbær telur umfangsmikla hækkun veiðigjalda geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir …
Ísafjarðarbær telur umfangsmikla hækkun veiðigjalda geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir byggðir landsins sem háðar eru sjávarútvegi. mbl.is/Árni Sæberg

Ísa­fjarðarbær lít­ur svo á að til­laga stjórn­valda um stór­lega aukið veiðigjald ógni stöðug­leika byggðar í sveit­ar­fé­lag­inu og seg­ir rík­is­stjórn­ina van­rækja skyld­ur sín­ar sem út­listaðar eru í sveit­ar­stjórn­ar­lög­um.

Þá ger­ir sveit­ar­fé­lagið kröfu um að gef­inn verði lengri frest­ur til að greina hugs­an­leg áhrif áforma rík­is­stjórn­ar­inn­ar og tími til að skila um­sögn í sam­ráðsgátt verði lengd­ur.

Þetta kem­ur fram í um­sögn sveit­ar­fé­lags­ins um drög að frum­varpi um breyt­ing­ar á lög­um um veiðigjald sem birt hef­ur verið í sam­ráðsgátt stjórn­valda.

Í um­sögn­inni, sem und­ir­rituð er af Sig­ríði Júlíu Bryn­leifs­dótt­ur bæj­ar­stjóra, er vísað til bókunn­ar bæj­ar­ráðs frá 31. mars síðastliðnum þar sem seg­ir: „Ísa­fjarðarbær er ekki ósam­mála því að út­gerðir greiði sann­gjarnt af­gjald fyr­ir notk­un á auðlind­um sjáv­ar. Þá eru fyr­ir­heit um stór­aukna innviðaupp­bygg­ingu já­kvæð. Bær­inn set­ur þó stórt spurn­ing­ar­merki við þetta frum­varp.“

Eng­in gögn

Telja kjörn­ir full­trú­ar íbúa sveit­ar­fé­lags­ins að fyr­ir­huguð breyt­ing geti haft í för með sér al­var­leg­ar af­leiðing­ar fyr­ir sjáv­ar­út­vegs­sveit­ar­fé­lög sem reiða sig á grein­ina til at­vinnu og tekju­öfl­un­ar.

„Þrátt fyr­ir þessa óvissu fyr­ir sveit­ar­fé­lög hafa eng­in gögn verið lögð fram um áhrif til­lög­unn­ar á lands­byggðina né ein­stök sveit­ar­fé­lög sem er með öllu óá­sætt­an­legt. Er þetta einnig í and­stöðu við 129. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga sem kveður á um að fara eigi fram sér­stakt mat á áhrif­um laga­breyt­inga á fjár­hag sveit­ar­fé­laga.

Sag­an hef­ur sýnt að rót­tæk­ar breyt­ing­ar á at­vinnu­veg­in­um geta haft slæm áhrif á byggðarlög á lands­byggðinni. Ísa­fjarðarbær tel­ur til­lög­una bera vott um skort á skiln­ingi á mik­il­vægi sjáv­ar­út­vegs fyr­ir byggðafestu og stöðug­leika í ís­lensku efna­hags­lífi,“ seg­ir í bók­un­inni.

Lesa má nán­ar um málið í Morg­un­blaðinu í dag og í nýja Mogga-app­inu

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: