Fagna hækkun veiðigjalds

Sitt sýnist hverjum um frumvarp um veiðigjöld. Fjöldi fólks hefur …
Sitt sýnist hverjum um frumvarp um veiðigjöld. Fjöldi fólks hefur lýst velþóknun sinni á fyrirhuguðum hækkunum sem ríkisstjórnin boðar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alls höfðu borist 65 um­sagn­ir um veiðigjalda­frum­varp rík­is­stjórn­ar­inn­ar und­ir kvöld í gær þegar Morg­un­blaðið fór í prent­un. Hug­mynd­ir rík­is­stjórn­ar­inn­ar um stór­fellda hækk­un veiðigjalds hafa mætt mik­illi gagn­rýni en tölu­verður fjöldi um­sagna fel­ur í sér stuðning við áform Hönnu Katrín­ar Friðriks­son at­vinnu­vegaráðherra.

„Sann­gjörn og hug­rökk nálg­un!“ seg­ir Finn­ur Svein­björns­son án þess að hafa fleiri orð um málið. Jafn stutt­orður er Erl­ing­ur Sig­valda­son sem seg­ir: „Mikið fram­fara­skref!“

„Ég fagna þessu frum­varpi ráðherra og styð það. Ef út­gerðarfyr­ir­tæki eru ósátt geta þau alltaf skilað inn kvót­an­um að fisk­veiðiauðlind­inni sem þjóðin á. Ég hvet þessa rík­is­stjórn og þing­menn henn­ar til að fylkja sér á bak við hæst­virt­an ráðherra Hönnu Katrínu Friðriks­son og fylgja þessu frum­varpi eft­ir, með festu og án hiks, til samþykkt­ar svo það verði að lög­um,“ skrif­ar Stein­grím­ur Dúi Más­son.

Hellna­sker – hug­veita í sjálf­bærni, kveðst „styðja með öllu fyr­ir­hugaðar breyt­ing­ar á lög­um um af­nota­gjald af auðlind­inni eða svo­kallað veiðigjald. Breyt­ing­arn­ar eru ekki rot­högg fyr­ir sjáv­ar­út­veg­inn, held­ur leiðrétt­ing á ósann­gjörnu kerfi þar sem þjóðin – eig­andi fiski­miðanna – hef­ur aðeins fengið ör­lítið brot af arði sín­um. Nú stend­ur til að tryggja að auðlinda­arður­inn nýt­ist sam­fé­lag­inu – til rann­sókna, innviða, sjálf­bærni og rétt­læt­is.“

Fjallað er um hækk­un veiðigjalda í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: