Frumvarpið án lögboðins samráðs

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Íris Ró­berts­dótt­ir, bæj­ar­stjóri Vest­manna­eyja og formaður Sam­taka sjáv­ar­út­vegs­sveit­ar­fé­laga gagn­rýn­ir harðlega að rík­is­stjórn­in ákveði að tvö­falda veiðigjöld, taka þetta „risa­stóra skref um lands­byggðarskatt“ án und­ir­bún­ings eða sam­ráðs.

    Þetta kem­ur fram í þætti Dag­mála Morg­un­blaðsins í dag, en þar er rætt við Írisi og Sig­fús Inga Sig­fús­son, sveit­ar­stjóra Skaga­fjarðar, en þau eru formaður og vara­formaður Sam­taka sjáv­ar­út­vegs­sveit­ar­fé­laga og eru ómyrk í máli. Þátt­ur­inn er op­inn öll­um áskrif­end­um og má sjá með því smella hér.

    Ekk­ert sam­ráð og eng­in gögn

    „Við fáum 9-10 daga til þess að melta þetta, við höf­um ekk­ert heyrt um þetta, það hafði ekk­ert sam­ráð verið haft, og við eig­um að meta hvaða áhrif þetta hef­ur á okk­ar sam­fé­lög,“ seg­ir Íris. Hún tel­ur und­ir­bún­ingi frum­varps­ins mjög áfátt og bein­lín­is í and­stöðu við lög.

    „Það að það skorti gögn og þessi knappi tími… ef við bara tök­um þetta tvennt, þá finnst mér það meira en nóg til þess að hér verði staldrað við og tekið upp al­vöru sam­tal og sam­ráð við okk­ur hjá Sam­tök­um sjáv­ar­út­vegs­sveit­ar­fé­laga, sem eru 26 sveit­ar­fé­lög, um það hvaða áhrif þetta mun hafa í okk­ar nærum­hverfi.“

    „Okk­ur finnst og höf­um komið því á fram­færi við at­vinnu­vegaráðherra að það sé eðli­legt að það sé haft sam­ráð við hagaðila, en við lít­um ekki svo á að Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS) sé eini hagaðil­inn í þessu máli. SFS er regn­hlíf­in utan um fyr­ir­tæk­in sem starfa í okk­ar sam­fé­lög­um, en öll breyt­ing á skatt­lagn­ingu hríslast inn í kerfið,“ seg­ir Íris.

    Frum­varps­gerð í blóra við lög

    „Við vilj­um bara fá þau gögn sem at­vinnu­vegaráðherra bygg­ir á. Þess vegna telj­um við að það sé al­ger­lega ótækt að þetta frum­varp sé komið fram án sam­ráðs við okk­ur og án þess að það liggi fyr­ir um það gögn.“

    Íris tel­ur að þar hafi ráðherra ekki farið að lög­um um sveit­ar­fé­lög, sem áskilji að rík­is­stjórn­in hafi form­legt sam­starf við sveit­ar­fé­lög „um fram­lagn­ingu laga­frum­varpa sem varða sveit­ar­fé­lög­in og um stjórn fjár­mála hins op­in­bera, verka­skipt­ingu rík­is og sveit­ar­fé­laga og önn­ur mik­il­væg mál sem varða hags­muni sveit­ar­fé­lag­anna eða fjár­mál.“

    Eins er stjórn­völd­um skylt að láta gera kostnaðarmat ef fyr­ir­sjá­an­legt er að til­laga að laga­frum­varpi muni hafa fjár­hags­leg áhrif á sveit­ar­fé­lög, en viðkom­andi ráðherr­ar bera ábyrgð á því að slíkt mat fari fram, í þessu til­viki Hanna Katrín Friðriks­son at­vinnu­vegaráðherra.

    mbl.is