Irwin í aðalhlutverki í auglýsingu sem segir sex

Robert Irwin kveikti í netinu með eldheitum myndum.
Robert Irwin kveikti í netinu með eldheitum myndum. Samsett mynd

Ný aug­lýs­inga­her­ferð ástr­alska und­irfata­merk­is­ins Bonds með hinum 21 árs gamla Robert Irw­in í aðal­hlut­verki hef­ur svo sann­ar­lega vakið at­hygli og brætt hjörtu kvenna um all­an heim.

Mynd­irn­ar sýna Irw­in, sem er son­ur Steve Irw­in, dýra­lífs­stjörn­unn­ar sem lést af slys­för­um árið 2009, í öðru ljósi en við erum vön, en dýra­fræðing­ur­inn og um­hverf­is­vernd­arsinn­inn skipti khakí-stutt­bux­un­um út fyr­ir þröng­ar boxer-nær­bux­ur í aug­lýs­ingu sem seg­ir sex.

Irw­in stillti sér upp fyr­ir mynda­vél­ina meðal ann­ars á nær­bux­um ein­um klæða, að vísu með eit­urslöngu um háls­inn, og sýndi stælt­an lík­ama sinn af miklu ör­yggi.

Hann sat einnig fyr­ir með tar­antúlu og eðlu.

Irw­in þreytti frum­raun sína á tískupöll­un­um á áströlsku tísku­hátíðinni í Mel­bour­ne á síðasta ári.

Hann gekk tískupall­ana fyr­ir tísku­húsið Suit Up og heillaði áhorf­end­ur með fal­legu brosi sínu.

View this post on In­sta­gram

A post shared by BONDS (@bondsaus)

View this post on In­sta­gram

A post shared by BONDS (@bondsaus)



mbl.is