Ráðuneytið afhenti ekki gögn

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS. Samtökin segja beiðni um að …
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS. Samtökin segja beiðni um að fá afhent grunngögn og útreikninga til grundvallar frumvarps um stórfellda hækkun veiðigjalda ekki hafa verið svarað. mbl.is/Árni Sæberg

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS) segja at­vinnu­vegaráðuneytið hafa tor­velt hagaðilum verkið að semja ígrundaða um­sögn um fyr­ir­hugaða hækk­un veiðigjalda með því að svara ekki ít­rekaðri beiðni sam­tak­anna um aðgang að und­ir­liggj­andi grunn­gögn­um og út­reikn­ing­um sem frum­varps­drög­in byggja á.

„SFS hafa þegar orðið áskynja um vill­ur í töl­um ráðuneyt­is­ins, en sam­tök­un­um er gert ómögu­legt er að leita upp­runa hlutaðeig­andi villna og leiðrétta þær þegar gögn eða út­reikn­ing­ar ráðuneyt­is­ins eru ekki fyr­ir hendi. Af at­hafna­leysi ráðuneyt­is­ins verður ekki annað ráðið en að það kjósi að hafna fag­legri úr­vinnslu talna, gagn­sæi og upp­lýstri umræðu,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu sem SFS hef­ur sent frá sér.

Benda sam­tök­in á að ráðuneytið hafi ekki reynt að leggja mat á áhrif þeirra breyt­inga sem lagðar eru til í frum­varp­inu.

„Hagaðilar eru því til­neydd­ir til að vinna þá nauðsyn­legu vinnu fyr­ir stjórn­völd. Þá eru til­lög­ur frum­varps­ins, sem sækja stuðning í norsk­an veru­leika, þess eðlis að skilja þarf fisk­veiðistjórn­un­ar­kerfi Norðmanna til hlít­ar, virkni upp­boðsmarkaða, til­hög­un veiða í ein­stök­um stofn­um og verðmynd­un inn­an virðiskeðju sjáv­ar­út­vegs þar í landi. Það verk­efni verður ekki hrist fram úr erm­inni á einni viku.“

Báðu um lengri frest

Sam­tök­in segj­ast í yf­ir­lýs­ing­unni „telja rétt að til­kynna sér­stak­lega að þau munu ekki veita um­sögn í dag, inn­an til­skil­ins frests, um frum­varp at­vinnu­vegaráðherra um stór­fellda hækk­un á veiðigjaldi.“

Vísa sam­tök­in til þess að stutt­ur frest­ur hafi verið gef­inn til að rýna í af­drifa­ríkt flókið og veiga­mikið mál sem get­ur haft víðtæk áhrif á at­vinnu­líf og sam­fé­lag.

Frum­varps­drög­in voru birt í sam­ráðsgátt klukk­an eitt síðdeg­is 25. mars og renn­ur frest­ur út í dag. Í reglu­gerð um sam­ráðsgátt er gert ráð fyr­ir að mál verði til um­sagn­ar að minnsta kosti í tvær til fjór­ar vik­ur.

Fram kem­ur í yf­ir­lýs­ingu SFS að sam­tök­in hafi óskað eft­ir hóf­legri fram­leng­ingu frests til um­sagn­ar til og með 11. apríl. Því hafi hins veg­ar verið synjað af at­vinnu­vegaráðuneyt­inu.

Fjöldi at­huga­semda hafa verið gerðar við frest­inn til um­sagn­ar, bæði af hálfu ein­stak­linga, fyr­ir­tækja og sveit­ar­fé­laga. Þá hafa sveit­ar­stjór­ar sagt rík­is­stjórn­ina brjóta lög með því að eiga ekki sam­ráð um málið áður en frum­varps­drög­in voru til birt­ing­ar.

Stand­ist ekki stjórn­ar­skrá

Í frum­varp­inu er lagt til að viðmiðum afla­verðmæt­is til grund­vall­ar út­reikn­ing­um á veiðigjaldi verði breytt. Gert er ráð fyr­ir að veiðigjald á þorsk og ýsu taki aðeins mið af fisk­markaðsverði. Jafn­framt er gert ráð fyr­ir að veiðigjald á norsk-ís­lenska síld, kol­munna og mak­ríl taki mið af upp­boðsverði á mörkuðum í Nor­egi.

„Fyr­ir­ætlan­ir um teng­ingu við afurðir í öðru landi sem skatt­and­lag hafa aldrei komið fram áður. Hér er því um að ræða um­bylt­ingu á and­lagi skatt­heimtu með veiðigjaldi. Allt vel þenkj­andi og sann­gjarnt fólk hlýt­ur að skilja að slík grund­vall­ar­breyt­ing þarfn­ast yf­ir­legu og ít­ar­legr­ar skoðunar,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni.

SFS vek­ur at­hygli á því aða í fyr­ir­komu­lag­inu sem lagt er upp með í frum­varps­drög­un­um þýði að skatt­skylda mun hvíla á sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um á Íslandi vegna norskra verðmæta sem þau hafa eng­an ráðstöf­un­ar­rétt yfir.

„Slíkt stenst að mati SFS ekki viðtek­in viðhorf við álagn­ingu skatta með hliðsjón af þeim kröf­um sem leiða af ákvæðum stjórn­ar­skrár. Fyr­ir­liggj­andi frum­varp skort­ir alla efn­is­lega um­fjöll­un og grein­ingu á þessu álita­efni. Það kem­ur því, eins og á við um flest annað, í hlut SFS að greiða úr því fyr­ir ráðuneytið. Það krefst tíma.“

Ráðherra velji óvandaða leið

SFS kveðst stefna að því að af­henda at­vinnu­vegaráðuneyt­inu um­sögn á næstu dög­um.

„Við vinnu um­sagn­ar munu SFS, nú sem fyrr, vanda til verka þannig að mál­efna­leg skoðun geti farið fram á frum­varps­drög­um og að hver þau lög, sem síðar kunna að verða samþykkt, bygg­ist á rétt­um, aðgengi­leg­um gögn­um og vel ígrunduðum for­send­um. Það er hin eina rétta leið þegar svo mikl­ir sam­fé­lags­leg­ir hags­mun­ir eru í húfi. Það er miður að ráðherra kýs að fara aðra og óvandaðri leið að sín­um mark­miðum og óljóst er í reynd á þess­um tíma­punkti hver þau mark­mið eru.“

mbl.is