Segir samráðsleysi lögbrot

Bjartsýn Íris Róbertsdóttir er bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.
Bjartsýn Íris Róbertsdóttir er bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.

Íris Ró­berts­dótt­ir, bæj­ar­stjóri Vest­manna­eyja og stjórn­ar­maður í Sam­tök­um sjáv­ar­út­vegs­sveit­ar­fé­laga, gagn­rýn­ir harðlega að rík­is­stjórn­in ákveði að taka þetta „risa­stóra skref um lands­byggðarskatt“ án und­ir­bún­ings eða sam­ráðs.

„Við fáum 9-10 daga til þess að melta þetta, við höf­um ekk­ert heyrt um þetta, það hafði ekk­ert sam­ráð verið haft, og við eig­um að meta hvaða áhrif þetta hef­ur á okk­ar sam­fé­lög,“ seg­ir Íris sem tel­ur að þar hafi ráðherra ekki farið að lög­um um sveit­ar­fé­lög, sem áskilji að rík­is­stjórn­in hafi form­legt og reglu­legt sam­starf við sveit­ar­fé­lög m.a. um fram­lagn­ingu laga­frum­varpa sem varða sveit­ar­fé­lög­in og um stjórn fjár­mála hins op­in­bera, verka­skipt­ingu rík­is og sveit­ar­fé­laga og önn­ur mik­il­væg mál sem varða hags­muni sveit­ar­fé­lag­anna eða fjár­mál.

„Okk­ur finnst og höf­um komið því á fram­færi við at­vinnu­vegaráðherra að það sé eðli­legt að það sé haft sam­ráð við hagaðila, en við lít­um ekki svo á að Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi séu eini hagaðil­inn í þessu máli. […] Við vilj­um bara fá þau gögn sem at­vinnu­vegaráðherra bygg­ir á. Þess vegna telj­um við að það sé al­ger­lega ótækt að þetta frum­varp sé komið fram án sam­ráðs við okk­ur og án þess að það liggi fyr­ir um það gögn.“

Meiri áhrif á lands­byggðinni

Meðal þeirra 20 sveit­ar­fé­laga þar sem greidd voru mest veiðigjöld á hvern íbúa árið 2023 voru níu á Vest­fjörðum og þrjú á Snæ­fellsnesi. Hæstu veiðigjöld­in á hvern íbúa voru greidd í Vest­manna­eyj­um, Snæ­fells­bæ og Fjarðabyggð, að því er fram kem­ur í sam­an­tekt Bláa hag­kerf­is­ins ehf. fyr­ir Morg­un­blaðið.

„Í stuttu máli sagt eru hug­mynd­irn­ar í hinum fram­lögðu frum­varps­drög­um skil­virk leið til að gera Ísland fá­tæk­ara og fá­breytt­ara,“ seg­ir Ragn­ar Árna­son, pró­fess­or í hag­fræði við Há­skóla Íslands, í um­sögn um veiðigjalda­frum­varp rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Hann tel­ur jafn­framt frum­varps­drög­in af­hjúpa „ein­staka skamm­sýni og skiln­ings­leysi á ís­lensk­um sjáv­ar­út­vegi og raun­ar at­vinnu­lífi al­mennt“.

Lesa má nán­ar um málið í Morg­un­blaðinu í dag og í nýja Mogga-app­inu

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: