Vegur mun þyngra á landsbyggðinni

Kort/mbl.is

Í þrem­ur sveit­ar­fé­lög­um voru greidd veiðigjöld sem námu yfir þrjú hundruð þúsund krón­um á hvern íbúa árið 2023. Voru það Vest­manna­eyj­ar með 392.753 krón­ur, Snæ­fells­bær með 343 þúsund krón­ur og svo Fjarðabyggð með 335.325 krón­ur.

Þetta má lesa úr sam­an­tekt sem Bláa hag­kerfið ehf. tók sam­an fyr­ir Morg­un­blaðið.

Þar má sjá hve um­svifa­mik­ill sjáv­ar­út­veg­ur­inn er í ein­stök­um sveit­ar­fé­lög­um og voru þau tíu þar sem greidd voru veiðigjöld sem námu yfir hundrað þúsund krón­um á hvern íbúa. Auk þeirra sem þegar hafa verið nefnd voru það Grinda­vík, Horna­fjörður, Grýtu­bakka­hrepp­ur, Bol­ung­ar­vík, Grund­ar­fjörður, Kaldr­ana­nes­hrepp­ur og Vest­ur­byggð.

Sveit­ar­fé­lög þar sem sjáv­ar­út­veg­ur er burðarás í at­vinnu­lífi byggðar­inn­ar hafa skilað inn um­sögn­um um frum­varp rík­is­stjórn­ar­inn­ar um stór­fellda hækk­un veiðigjalda þar sem þau lýsa áhyggj­um af áformun­um.

Nán­ar er fjallað um um­sagn­ir sveit­ar­fé­laga um veiðigjalds­frum­varp rík­is­stjórn­ar­inn­ar í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: