Óttast að þjóðin verði hrædd inn í ESB

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 2:46
Loaded: 0.00%
Stream Type LIVE
Remaining Time 2:46
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Kristrún Frosta­dótt­ir, for­sæt­is­ráðherra, fund­ar með ráðamönn­um í Evr­ópu­sam­band­inu í dag. Þar hyggst hún fá mynd á það hvort refsitoll­ar sem sam­bandið hyggst leggja á Banda­rík­in kunni að leggj­ast einnig á Ísland.

Hef­ur þess­ari umræðu verið haldið nokkuð á lofti að und­an­förnu og var þessi staða meðal ann­ars til umræðu á vett­vangi Spurs­mála. Þar held­ur Lilja Al­freðsdótt­ir, fyrr­um ut­an­rík­is­ráðherra því fram hætt sé við að ís­lensk­ir ráðamenn muni nýta nú­ver­andi óvissu í alþjóðaviðskipt­um til þess að hræða ís­lensku þjóðina inn í Evr­ópu­sam­bandið.

Af hverju refsitoll­ar á Ísland?

„Eitt hef­ur mér fund­ist sér­stakt í umræðunni og ráðamenn hafa verið að nefna að við þurf­um að reyna að kom­ast hjá því að Evr­ópu­sam­bandið myndi setja refsitolla á okk­ur. Og ég spyr, af hverju ætti Evr­ópu­sam­bandið að setja refsitolla á okk­ur? Það er ekki eins og við séum að setja refsitolla á það,“ seg­ir Lilja.

Og hún bæt­ir við:

„Það sem ég vara við er að stjórn­völd fari að nýta þetta til þess að hræða þjóðina inn í það að við verðum að fara inn í Evr­ópu­sam­bandið af því að ann­ars sé Evr­ópu­sam­bandið að fara að setja refsitolla [á Ísland]“.

Gal­gopaleg­ar yf­ir­lýs­ing­ar

En hef­ur ut­an­rík­is­ráðherr­ann ekki talað dá­lítið gal­gopalega í garð Banda­ríkj­anna, nán­ast þannig að maður ótt­ast að þýðing­arn­ar á yf­ir­lýs­ing­um henn­ar hérna inn­an lands rati inn í banda­ríska ut­an­rík­is­ráðuneytið og inn í Hvíta húsið?

Ég er sam­mála því. Og svo lang­ar mig að vita af hverju ætti Evr­ópu­sam­bandið að setja refsitolla á Ísland? Er þetta bara eitt­hvað sem þau eru að búa til eða er eitt­hvað á bak við þetta? Ég næ ekki rök­semda­færsl­unni vegna þess að þetta er fyrst það að Trump er að setja á tolla sem Evr­ópa ætl­ar að svara. Ég tel reynd­ar að Evr­ópa eigi ekki að svara þessu, vegna þess að þá er Evr­ópa að gera ná­kvæm­lega það sama og þau eru að gagn­rýna Trump fyr­ir. Þá verður þessi stig­mögn­un sem er mjög slæm fyr­ir alþjóðahag­kerfið. Vegna þess að þá halda all­ir að sér hönd­um og öll viðskipti minnka og hag­vöxt­ur og allt það,“ seg­ir Lilja.

Hægt að glutra stöðunni niður

Og hún vill meina að Íslend­ing­ar séu í aðstöðu til þess að verja hags­muni sína. Hins veg­ar sé til­tölu­lega auðvelt að glutra þeim niður ef ekki er haldið rétt á mál­um.

„En mér finnst bara svo mik­il­vægt núna því við erum bara peð á þessu stóra tafl­borði alþjóðaviðskipta að við átt­um okk­ur á því og hug­um að þess­um ofboðslega mik­il­vægu hags­mun­um fyr­ir okk­ur því ef við höf­um ekki gott markaðsaðgengi þá verða þessi lífs­kjör sem við erum vön í dag ekki hin sömu. Þetta breyt­ist miklu hraðar hjá okkuref ein­hver mis­tök eru gerð því eins og staðan er núna, hún er bara góð.“

Viðtalið við Lilju og Will­um Þór Þórs­son, fyrr­um sam­ráðherra henn­ar, má sjá og heyra í heild sinni hér að neðan:

 

Vel fer á með kristrúnu Frostadóttur og Ursulu von der …
Vel fer á með kristrúnu Frosta­dótt­ur og Ursulu von der Leyen í Brus­sel þar sem þær hitt­ast í dag og ræða meðal ann­ars mögu­lega refsitolla Evr­ópu­sam­bands­ins á Ísland. mbl.is/​AFP
mbl.is