This is a modal window.
Beginning of dialog window. Escape will cancel and close the window.
End of dialog window.
Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, fundar með ráðamönnum í Evrópusambandinu í dag. Þar hyggst hún fá mynd á það hvort refsitollar sem sambandið hyggst leggja á Bandaríkin kunni að leggjast einnig á Ísland.
Hefur þessari umræðu verið haldið nokkuð á lofti að undanförnu og var þessi staða meðal annars til umræðu á vettvangi Spursmála. Þar heldur Lilja Alfreðsdóttir, fyrrum utanríkisráðherra því fram hætt sé við að íslenskir ráðamenn muni nýta núverandi óvissu í alþjóðaviðskiptum til þess að hræða íslensku þjóðina inn í Evrópusambandið.
„Eitt hefur mér fundist sérstakt í umræðunni og ráðamenn hafa verið að nefna að við þurfum að reyna að komast hjá því að Evrópusambandið myndi setja refsitolla á okkur. Og ég spyr, af hverju ætti Evrópusambandið að setja refsitolla á okkur? Það er ekki eins og við séum að setja refsitolla á það,“ segir Lilja.
Og hún bætir við:
„Það sem ég vara við er að stjórnvöld fari að nýta þetta til þess að hræða þjóðina inn í það að við verðum að fara inn í Evrópusambandið af því að annars sé Evrópusambandið að fara að setja refsitolla [á Ísland]“.
En hefur utanríkisráðherrann ekki talað dálítið galgopalega í garð Bandaríkjanna, nánast þannig að maður óttast að þýðingarnar á yfirlýsingum hennar hérna innan lands rati inn í bandaríska utanríkisráðuneytið og inn í Hvíta húsið?
Ég er sammála því. Og svo langar mig að vita af hverju ætti Evrópusambandið að setja refsitolla á Ísland? Er þetta bara eitthvað sem þau eru að búa til eða er eitthvað á bak við þetta? Ég næ ekki röksemdafærslunni vegna þess að þetta er fyrst það að Trump er að setja á tolla sem Evrópa ætlar að svara. Ég tel reyndar að Evrópa eigi ekki að svara þessu, vegna þess að þá er Evrópa að gera nákvæmlega það sama og þau eru að gagnrýna Trump fyrir. Þá verður þessi stigmögnun sem er mjög slæm fyrir alþjóðahagkerfið. Vegna þess að þá halda allir að sér höndum og öll viðskipti minnka og hagvöxtur og allt það,“ segir Lilja.
Og hún vill meina að Íslendingar séu í aðstöðu til þess að verja hagsmuni sína. Hins vegar sé tiltölulega auðvelt að glutra þeim niður ef ekki er haldið rétt á málum.
„En mér finnst bara svo mikilvægt núna því við erum bara peð á þessu stóra taflborði alþjóðaviðskipta að við áttum okkur á því og hugum að þessum ofboðslega mikilvægu hagsmunum fyrir okkur því ef við höfum ekki gott markaðsaðgengi þá verða þessi lífskjör sem við erum vön í dag ekki hin sömu. Þetta breytist miklu hraðar hjá okkuref einhver mistök eru gerð því eins og staðan er núna, hún er bara góð.“
Viðtalið við Lilju og Willum Þór Þórsson, fyrrum samráðherra hennar, má sjá og heyra í heild sinni hér að neðan: