Gögnum úr ólögmætri veiðiferð SKE eytt

Gögnum sem Samkeppniseftirlitið safnaði með ólögmætum hætti um sjávarútvegsfyrirtæki og …
Gögnum sem Samkeppniseftirlitið safnaði með ólögmætum hætti um sjávarútvegsfyrirtæki og þúsundir einstaklinga hefur verið eytt. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Sam­keppnis­eft­ir­litið (SKE) hef­ur til­kynnt öll­um sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um sem sættu ólög­mætri at­hug­un eft­ir­lits­ins á stjórn­un­ar- og eigna­tengsl­um í sjáv­ar­út­vegi að gögn­um sem safnað var á grund­velli at­hug­un­ar­inn­ar hafi verið eytt.

Þetta kem­ur fram í bréfi sem eft­ir­litið sendi sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um og Morg­un­blaðið hef­ur und­ir hönd­um.

Málið má rekja til þess að Svandís Svavars­dótt­ir, þáver­andi mat­vælaráðherra, ákvað árið 2022 að veita fjár­magni til að kort­leggja eigna­tengsl í sjáv­ar­út­vegi. Var SKE falið verk­efnið sam­kvæmt samn­ingi ráðuneyt­is­ins við stofn­un­ina, auk þess sem gert var ráð fyr­ir sam­starfi við Fiski­stofu, Skatt­inn og Seðlabanka Íslands vegna máls­ins.

Skoðunin var víðtæk og var með bréfi til sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja óskað ít­ar­legra per­sónu­grein­an­legra upp­lýs­inga um alla hlut­hafa fyr­ir­tækj­anna, sem skipta þúsund­um ein­stak­linga.

Brim hf. neitaði að af­henda um­rædd­ar upp­lýs­ing­ar árið 2023 og beitti SKE fyr­ir­tækið dag­sekt­um, en áfrýj­un­ar­nefnd sam­keppn­is­mála felldi ákvörðun þess efn­is úr gildi 19. sept­em­ber 2023 og sagði ekki lög­mætt að beita úrræðum stofn­un­ar­inn­ar þegar hún væri ekki að sinna sam­keppn­is­mál­um held­ur verk­efn­um fyr­ir mat­vælaráðuneytið.

Í kjöl­far niður­stöðu áfrýj­un­ar­nefnd­ar óskuðu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki eft­ir því að fá gögn sem kraf­ist hafði verið á ólög­mæt­um grund­velli til baka eða að þeim yrði eytt úr kerf­um SKE. Eft­ir­litið neitaði hins veg­ar að af­henda um­rædd gögn og dró á lang­inn að svara út­gerðum um málið.

Einu og hálfu ári síðar

SKE sagðist í októ­ber 2023 ekki ætla að eyða gögn­un­um þrátt fyr­ir beiðni frá frleiri út­gerðarfyr­ir­tækj­um þess efn­is.

Vísaði eft­ir­litið til ákvæða laga um op­in­ber skjala­söfn um að óheim­ilt væri að ónýta eða farga nokkru skjali í skjala­safni þeirra aðila sem féllu und­ir lög­in nema með samþykkt þjóðskjala­varðar.

„Að at­huguðu máli taldi Sam­keppnis­eft­ir­litið rétt að óska eft­ir heim­ild Þjóðskjala­safns til grisj­un­ar. Við þá ákvörðun horfði eft­ir­litið til þess að það hafi lýst því yfir að gögn­in muni ekki verða nýtt við síðari at­hug­an­ir,“ seg­ir í bréf­inu sem SKE hef­ur sent út­gerðunum og er dag­sett 9. apríl 2025.

Fram kem­ur að SKE hafi ekki óskað eft­ir heim­ild til grisj­un­ar fyrr en 19. des­em­ber 2024, en heim­ild til slíks fékkst 30. janú­ar síðastliðinn. „Þeirri grisj­un er nú lokið,“ seg­ir í bréf­inu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: