Hluti auðlindagjalda í markaðsmál

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra.
Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra. mbl.is/Karítas

„Við erum og höf­um verið í sam­tali við hlutaðeig­andi aðila inn­an at­vinnu­grein­ar­inn­ar vegna áforma rík­is­stjórn­ar­inn­ar um auðlinda­gjöld á ferðaþjón­ust­una,“ seg­ir Hanna Katrín Friðriks­son at­vinnu­vegaráðherra í sam­tali við Morg­un­blaðið, spurð um gagn­rýni Boga Nils Boga­son­ar for­stjóra Icelanda­ir í Morg­un­blaðinu í gær, á áformuð auðlinda­gjöld á ferðaþjón­ust­una.

Hún seg­ir þá at­huga­semd rétt­mæta að sam­keppn­islönd Íslands í ferðaþjón­ustu, Nor­eg­ur og Finn­land, hafi sett meiri fjár­muni en Íslend­ing­ar í markaðssetn­ingu síðustu ár. Áhyggj­ur séu yfir því að þau lönd hafi ekki slakað á í markaðsmá­l­um eft­ir covid-far­ald­ur­inn, á meðan Ísland hafi gert svo. „Hug­mynd­in hef­ur alltaf verið sú að hluti af þess­um auðlinda­gjöld­um verði notaður til að efla markaðssetn­ingu ferðaþjón­ust­unn­ar og gera það þannig að hún verði viðvar­andi, en ekki í formi tíma­bund­ins átaks, eins og hef­ur tíðkast í þess­ari at­vinnu­grein,“ seg­ir hún.

„Það er staðreynd að vext­ir og verðbólga hér á landi, langt um­fram það sem þekk­ist ann­ars staðar, hef­ur auðvitað haft áhrif á ferðaþjón­ust­una, eins og flest­ar aðrar at­vinnu­grein­ar sem og líf fólks hér á landi. Það er eitt af því sem við erum von­andi að ná tök­um á,“ seg­ir Hanna Katrín, en í grein sinni benti Bogi Nils á að kostnaður ferðamanna væri hærri hér en í sam­keppn­islönd­un­um.

„Síðan er það óviss­an í alþjóðamál­um sem við fylgj­umst náið með. Ég held að hægt sé að segja að við fylgj­umst vel með þróun mála, á sama tíma og við erum að vinna þessi áform áfram.“

Í grein sinni bend­ir Bogi Nils á nei­kvæða þróun geng­is banda­ríkja­dals sem geri það að verk­um að nú sé 7% dýr­ara fyr­ir banda­ríska ferðamenn að koma til Íslands en var í fyrra. Í þokka­bót eigi síðan að leggja á auðlinda­gjöld.

Um hvort til greina komi að staldra við hvað auðlinda­gjöld seg­ir Hanna Katrín að málið sé í vinnslu og til skoðunar.

„Við erum með áform um auðlinda­gjöld í ferðaþjón­ustu, að leggja gjöld á stærri ferðamannastaði í rík­is­eigu. Við erum að vinna þau og tök­um til­lit til margra þátta. Við erum í sam­bandi við ferðaþjón­ust­una og fylgj­umst með því sem er að ger­ast. Við átt­um okk­ur á hvað er að ger­ast í markaðssetn­ing­ar­mál­un­um og mögu­lega þarf að taka til­lit til aðstæðna á mis­mun­andi mörkuðum. Fjár­magnið í slíka markaðssetn­ingu yrði sótt í auðlinda­gjöld­in. Við leggj­um gríðarlega áherslu á að ná tök­um á rík­is­fjár­mál­un­um, m.a. til að ná niður vöxt­um og verðbólgu, til þess að draga úr kostnaðar­aukn­ingu hér um­fram það sem ger­ist í sam­keppn­islönd­un­um. Þetta hang­ir allt sam­an og vinn­an er viðvar­andi,“ seg­ir hún.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: