„Sorgartíðindi og högg fyrir nærsamfélagið“

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formaður Verka­lýðsfé­lags Akra­ness, seg­ist vera afar svekkt­ur með þau tíðindi að Hval­ur hf. hafi tekið þá ákvörðun að stunda eng­ar hval­veiðar í sum­ar. Hann seg­ir þetta vera mikið högg fyr­ir fé­lags­menn sína og nærsam­fé­lagið.

Kristján Lofts­son, fram­kvæmda­stjóri Hvals hf. staðfesti í sam­tali við mbl.is í gær að eng­ar hval­veiðar verði í sum­ar á veg­um fyr­ir­tæk­is­ins.

„Afurðaverðþróun í okk­ar aðal­markaðslandi, Jap­an, hef­ur verið óhag­stæð að und­an­förnu og fer versn­andi, sem ger­ir verð okk­ar afurða það lágt að ekki er for­svar­an­legt að stunda veiðar,“ sagði Kristján.

Vil­hjálm­ur seg­ir að það séu sorg­artíðindi að þess­ar aðstæður komi upp núna þegar hval­veiðar séu heim­ilaðar.

„Þess­ar veiðar skipta nærsam­fé­lagið hjá okk­ur gríðarlegu máli. Þetta er 1,2 millj­arður sem verið að greiða í laun og þetta til­heyr­ir okk­ar sam­fé­lagi að stór­um hluta,“ seg­ir Vil­hjálm­ur við mbl.is.

Hann seg­ir að upp und­ir 200 manns séu í vinnu þegar vertíðin standi yfir þar sem tekju­mögu­leik­arn­ir séu góðir.

„Það er grund­vall­ar­atriði fyr­ir ís­lenska þjóð að átta sig á því að án verðmæta­sköp­un­ar er ekki hægt að reka eitt ein­asta sam­fé­lag. Árið 2023 minn­ir mig að út­flutn­ings­tekj­ur hvala­af­urða hafi numið þrem­ur millj­örðum og ég er al­veg viss um það að þjóðinni okk­ar muna um minna,“ seg­ir hann.

Hann seg­ir að sveit­ar­fé­lög­in á Vest­ur­landi séu að missa tæp­lega 15 pró­sent af öll­um launa­kostnaði í formi út­svar­stekna og að rík­is­sjóður sé líka að verða af skatt­tekj­um svo ekki sé talað um öll af­leiddu störf­in sem tengj­ast starf­sem­inni á meðan hún er í gangi.

„En það þýðir ekk­ert að gráta Björn bónda held­ur verðum við bara að vona að þess­ar ytri rekst­araðstæður verði okk­ur hag­felld­ari eft­ir ár þannig að menn geti mætt gal­vask­ir til hval­veiða árið 2026,“ seg­ir Vil­hjálm­ur.

mbl.is