Nýir hlerar Vilhelms standast væntingar

Vilhelm Þorsteinsson EA-11 hélt á kolmunnamiðin við Færeyjar eftir að …
Vilhelm Þorsteinsson EA-11 hélt á kolmunnamiðin við Færeyjar eftir að hafa fengið nýja toghlera í Fuglafirði. Ljósmynd/Vónin

Stýr­an­leg­ir flottrolls­hler­ar hafa verið tekn­ir í notk­un á Vil­helm Þor­steins­syni EA 11, upp­sjáv­ar­skipi Sam­herja, sem nú er á kol­munna­veiðum við Fær­eyj­ar og er þar hler­un­um beitt í fyrsta sinn, að því er fram kem­ur í færslu á vef Sam­herja.

Þar seg­ir að það sé veiðarfæra­gerðin Vón­in í Fær­eyj­um sem smíðar hler­ana sem nefn­ast Twister, en þeim er stýrt úr tölvu­kerfi skips­ins í brúnni sem ger­ir mögu­legt að hafa betri og ná­kvæm­ari stjórn á veiðarfær­inu.

„Það eru nokk­ur  skip kom­in með þessa hlera og út­gerðirn­ar segja reynsl­una góða, þannig að við ákváðum að upp­færa búnaðinn hjá okk­ur og inn­leiða þessa nýju tækni. Nú get­ur skip­stjór­inn hækkað eða lækkað veiðarfærið í sjón­um, allt eft­ir því á hvaða dýpi fiskitorf­urn­ar koma fram á leit­ar­tækj­um í brúnni,“ seg­ir Sig­urður Rögn­valds­son á út­gerðarsviði Sam­herja í færsl­unni.

Hlerarnir teknir um borð í Fuglafirði í Færeyjum.
Hler­arn­ir tekn­ir um borð í Fuglaf­irði í Fær­eyj­um. Ljós­mynd/​Vón­in

„Með gamla lag­inu þurfti meðal ann­ars að stýra hler­un­um með hraða skips­ins, þannig að þetta er um­tals­verður mun­ur. Þess­ir hler­ar heita Twister og eru þriðja kyn­slóð flottrolls­hlera frá fær­eysku veiðarfæra­gerðinni. Þró­un­in á veiðarfær­um hef­ur verið ansi hröð á und­an­förn­um árum og Fær­ey­ing­ar eru framar­lega á þessu sviði,“ út­skýr­ir hann.

Hler­arn­ir hafa staðist all­ar vænt­ing­ar í fyrsta holi veiðiferðar­inn­ar að sögn Sig­urðar.

„Botnstykki var sett á skipið á Ak­ur­eyri, sem er með ýms­an sam­skipta­búnað við hler­ann. Það á auðvitað eft­ir að koma reynsla á þetta allt sam­an, en upp­hafið lof­ar sann­ar­lega góðu. Í þess­um hler­um er meðal ann­ars stýri­búnaður sem geng­ur fyr­ir end­ur­hlaðal­eg­um raf­hlöðum, sem er stungið í hleðslu þegar þeir hafa verið hífðir um borð. Nýju hler­arn­ir gera veiðarn­ar mark­viss­ari og er meðal ann­ars ætlað að draga úr ol­íu­notk­un, þannig að við bind­um mikl­ar von­ir við þenn­an nýja búnað,” seg­ir hann.

Ljós­mynd/​Vón­in
mbl.is