Örvertíð á grásleppu

Halldór Rúnar Stefánsson á Hólma ÞH er sá eini á …
Halldór Rúnar Stefánsson á Hólma ÞH er sá eini á grásleppuvertíð þetta vor á Þórshöfn. mbl.is/Líney

Aðeins einn bát­ur stund­ar nú grá­sleppu­veiðar frá Þórs­höfn og fékk hann aðeins ell­efu tonna grá­sleppu­kvóta út­hlutaðan og verður vertíðin stutt. Afli línu­báta hef­ur verið góður upp á síðkastið, að því er fram kem­ur í blaði 200 mílna sem kom út síðastliðna helgi.

Grá­slepp­an freist­ar ekki leng­ur smá­báta­sjó­manna á Þórs­höfn, aðeins einn stund­ar nú grá­sleppu­veiðar frá Þórs­höfn og lagði hann fyrstu net­in um síðustu helgi. Það er Hall­dór Rún­ar Stef­áns­son á Hólma ÞH-56 sem hef­ur stundað grá­sleppu­veiðar sam­fleytt frá ár­inu 2008 en sleppti úr ár­un­um 2021-2022 sem eru ein­mitt meðal viðmiðun­ar­ár­anna. Hann á þó lengri vertíðar­sögu að baki en þá sem há­seti hjá öðrum.

Hall­dór seg­ir sjó­menn hérna al­mennt ósátta við kvóta­setn­ingu grá­slepp­unn­ar: „Viðmiðun­ar­ár­un­um var breytt þegar kvót­inn var sett­ur á og kem­ur það illa út fyr­ir okk­ur á Þórs­höfn en kvóti er miðaður við veiði báta síðustu fjög­ur ár. Sem dæmi má nefna að lít­il sókn var hér árin 2021-2022, ein­göngu vegna lágs verðs, og höfðu menn því ekki áhuga á að skemmta skratt­an­um með að veiða fyr­ir það verð.“

Hall­dór tel­ur að verðið núna mætti vera betra en hann er í föst­um viðskipt­um og lít­il hækk­un er frá síðasta ári.

mbl.is/​Lín­ey

Ell­efu tonna kvóti dug­ar skammt

Hann fékk núna á bát sinn 11 tonna grá­sleppu­kvóta en meðaltal síðustu grá­sleppu­vertíða hans hef­ur verið í kring­um 40 tonn. „Þetta veld­ur því að menn hætta þessu, það er erfitt að redda mann­skap fyr­ir ör­fáa daga. Svo er veiðiskylda á grá­slepp­unni núna og menn missa kvót­ann ef þeir upp­fylla ekki þá veiðiskyldu en brös­ug­lega geng­ur að fá leigu­kvóta,“ sagði hann enn frem­ur.

Góð veiði var í byrj­un vertíðar og veður hag­stætt svo hann reikn­ar með sögu­lega stuttri grá­sleppu­vertíð og er byrjaður að fækka net­un­um: „Ætli þetta verði nema svona fjór­ir til fimm róðrar, þá er þessi 11 tonna kvóti bú­inn,“ sagði Hall­dór að lok­um.

Grásleppusjómenn ná kvótanum hratt enda ekki mikið sme má veiða …
Grá­sleppu­sjó­menn ná kvót­an­um hratt enda ekki mikið sme má veiða þetta árið. mbl.is/​Lín­ey

Fiska vel á lín­una

Tveir línu­bát­ar róa nú frá Þórs­höfn og veiði hef­ur verið með ágæt­um. Stutt sigl­ing er á miðin og fisk­ur­inn er stór og fal­leg­ur, aðallega þorsk­ur, sagði Jó­hann Hall­dórs­son á Degi ÞH-110.

Línu­fisk­ur­inn fer á Fisk­markað Þórs­hafn­ar en nú stytt­ist í hrygn­ing­ar­stoppið sem er um miðjan mánuðinn.

Veiðigjöld hafa verið mikið í umræðunni og sýn­ist sitt hverj­um. Í sjáv­ar­byggðunum kem­ur stór hluti út­svar­stekna sveit­ar­fé­laga frá fisk­veiðum og fisk­vinnslu, sam­kvæmt grein­ingu á upp­runa út­svar­stekna nokk­urra sveit­ar­fé­laga sem Sam­tök sveit­ar­fé­laga á Vest­ur­landi létu gera. Þar kem­ur fram að í Langa­nes­byggð var sá hluti 44% árið 2024.

Jóhann Halldórsson á Degi ÞH-110 segir afla línubáta mjög góðan.
Jó­hann Hall­dórs­son á Degi ÞH-110 seg­ir afla línu­báta mjög góðan. mbl.is/​Lín­ey

Lít­il breyt­ing á strand­veiðiregl­um

Und­an­far­in ár hef­ur strand­veiðin verið stöðvuð á miðju sumri þegar hvað besti veiðitím­inn er að hefjast á svæði C, Norður- og Aust­ur­landi. Þetta hef­ur komið sér mjög illa fyr­ir strand­veiðisjó­menn á þessu svæði. Veiðibann vegna hrygn­ing­ar þorsks­ins fyr­ir norðan er frá 15. apríl og fisk­ur­inn er vart bú­inn að hrygna þegar strand­veiðar byrja.

Þeir sem eru bún­ir að hrygna eru þá grann­ir og hold­litl­ir og gefa af sér mjög lé­lega nýt­ingu og þar með lágt verð fyr­ir fisk­inn.

Í fe­brú­ar sendu þrír skip­stjór­ar frá sér til­lögu um að breyta strand­veiðikerf­inu þannig að hver bát­ur fengi sína veiðidaga. Þetta er til­raun til að jafna aðstöðu milli báta og svæða og myndi um leið auka verðmæti strand­veiðiafl­ans til muna.

Ekki varð úr að taka upp nýtt fyr­ir­komu­lag fyr­ir næsta strand­veiðisum­ar og verður því að mestu óbreytt sókn­ar­mark og verið hef­ur und­an­far­in ár nema lofað hef­ur verið 48 dög­um og það í stjórn­arsátt­mála val­kyrj­anna, sögðu skip­stjór­arn­ir þrír og vona að það standi svo Norður- og Aust­ur­land sitji ekki enn og aft­ur með sárt ennið á miðju sumri þegar best fisk­ast.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: