Julia Fox með berar kinnar á Coachella

Ítalsk-ameríska leikkonan og fyrirsætan Julia Fox virðist ekki vera mikið …
Ítalsk-ameríska leikkonan og fyrirsætan Julia Fox virðist ekki vera mikið fyrir klæðnað sem hylur. Hér er hún þegar hún mætti til Vanity Fair-Óskarspartísins í mars. Michael Tran / AFP

Leik­kon­an, fyr­ir­sæt­an og fjöl­miðlakon­an, Ju­lia Fox, mætti líkt og fjöl­marg­ar aðrar stjörn­ur á Coachella-hátíðina í Indio, Kali­forn­íu, um liðna helgi. 

Fox var í sann­kölluðu kú­rekaþema og klædd­ist stutt­um brún­um leður­jakka við bein­hvítt kor­selett, reimuðu aft­an á bak­inu, og stutt­um brók­um í stíl, reimuðum í hliðunum sem voru þó opn­ar að aft­an svo nælon­sokka­buxna­klædd­ur aft­ur­end­inn blasti við.

Fyr­ir­sæt­an var dug­leg að deila mynd­um frá hátíðinni á In­sta­gram-síðu sinni þar sem hún stillti sér m.a. upp með söng­kon­unni Charli XCX og rapp­ar­an­um Tyga.

Fox var í svipuðum gír þegar hún mætti til Grammy-verðlauna­hátíðar­inn­ar í fe­brú­ar, þá klædd í stutt­an svart­an leður­jakka og gegn­sæj­an nælonkjól svo þveng­ur­inn skein í gegn og kinn­arn­ar sáust vel. Þá gerði hún gott bet­ur þegar hún mætti í Vanity Fair-Óskar­spar­tíið í mars, nán­ast á „evu­klæðunum“.

View this post on In­sta­gram

A post shared by Ju­lia Fox (@ju­lia­fox)

Page Six

mbl.is