Tugmilljarðatjón af völdum veiðigjalda

Sitt sýnist hverjum um frumvarp um veiðigjöld.
Sitt sýnist hverjum um frumvarp um veiðigjöld. Morgunblaðið/Eggert

Tvö­föld­un veiðigjalda, eins og rík­is­stjórn­in hyggst inn­leiða, gæti rýrt verðmæti skráðra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja í Kaup­höll­inni um 53 millj­arða króna og dregið veru­lega úr hvata til fjár­fest­inga í grein­inni vegna minni arðsemi.

Þetta kem­ur fram í nýrri grein­ingu Jak­obs­son Capital, sem unn­in var fyr­ir Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS) og Morg­un­blaðið hef­ur und­ir hönd­um.

Varað er við því að komi einnig til ytri áfalla – svo sem lé­legr­ar nýliðunar loðnu­stofns eða viðskipta­stríðs – sé hætt við að um­svif­in minnki veru­lega og sjáv­ar­út­veg­ur verði „ekki leng­ur einn af mátt­ar­stólp­un­um í ís­lensku at­vinnu­lífi“.

Grein­ing­in sýn­ir að breyt­ing­arn­ar muni bitna mis­jafn­lega á sjáv­ar­út­vegs­fé­lög­un­um þrem­ur, sem skráð eru í Kaup­höll­ina – Brimi, Síld­ar­vinnsl­unni og Ísfé­lag­inu – en sam­an fara þau með tæp 30% afla­heim­ilda. Mestu hlut­falls­legu áhrif­in verða hjá Ísfé­lag­inu, sem bygg­ir rekst­ur sinn að miklu leyti á upp­sjáv­ar­veiðum. Árið 2024 reynd­ist sér­stak­lega erfitt fyr­ir grein­ina, ekki síst vegna loðnu­brests, og var meðalár­ang­ur fé­lag­anna sá lak­asti í ára­tug – með arðsemi á eigið fé um 5,8%.

Hagnaðar­hlut­fall fyr­ir­tækj­anna hefði sam­kvæmt grein­ing­unni lækkað úr 20% í 17% árið 2023 ef hærri veiðigjöld hefðu þá verið kom­in til fram­kvæmda. Grein­ing­in bend­ir einnig á að nú­ver­andi út­reikn­ing­ar veiðigjalda byggi á raun­kostnaði, en breyt­ing­in miði við markaðsverð sem end­ur­spegli jaðar­verð, sem geti dregið úr rekstr­ar­grund­velli fisk­vinnslu.

Þá verði arðsemi nýrra fjár­fest­inga svo lít­il að það borgi sig varla að fjár­festa í grein­inni frek­ar en að leggja fé í rík­is­skulda­bréf.

Blaðið hef­ur heim­ild­ir fyr­ir því að í dag hygg­ist SFS skila um­sögn um veiðigjalda­frum­varpið til Hönnu Katrín­ar Friðriks­son at­vinnu­vegaráðherra, en þessi grein­ing og ýmis gögn önn­ur munu fylgja um­sögn­inni.

Sem kunn­ugt er gaf ráðherra aðeins viku­lang­an um­sagn­ar­frest í sam­ráðsgátt, þó að samþykkt rík­is­stjórn­ar kveði á um a.m.k. 2-4 vikna frest.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: