Mæla gegn neyslu makríls

Umhverfissamtök hafa gefið út ráð til neytenda um að sniðganga …
Umhverfissamtök hafa gefið út ráð til neytenda um að sniðganga makríl. mbl.is/Árni Sæberg

Um­hverf­is­sam­tök á borð við Mar­ine Conservati­on Society (MCS) og Alþjóðasjóður villtra dýra (WWF) mæla nú gegn því að neyt­end­ur leggi sér til munns mak­ríl sem veidd­ur er á Norðaust­ur-Atlants­hafi. Vísað er til slæmr­ar stöðu mak­ríl­stofns­ins og stöðugr­ar of­veiði.

Ekki hef­ur verið sam­komu­lag um skipt­ingu hlut­deilda í mak­ríl milli strand­ríkj­anna svo­kölluðu um ára­bil. Gefa því rík­in sjálf­stætt út kvóta til sinna skipa á grund­velli þess hlut­falls sem rík­in telja sig eiga til­kall til á hverj­um tíma. Vegna þessa hef­ur veiði síðustu ára verið langt um­fram ráðgjöf Alþjóðahaf­rann­sókn­aráðsins (ICES).

MCS vek­ur at­hygli á að á ní­unda og tí­unda ára­tug síðustu ald­ar hafi meðalafli í mak­ríl verið um 680 þúsund tonn ár­lega, en gerður fyr­ir­vari um að afl­inn hafi verið van­tal­inn. Ljóst þykir þó að heild­arafli skipa þeirra ríkja sem stunda mak­ríl­veiðar hafi náð há­marki 2014 þegar veidd­ust um 1.400 þúsund tonn, en afl­inn hef­ur verið um millj­ón tonn und­an­far­in ár.

Viðvar­andi of­veiði er sögð ógna stofn­in­um og því er mak­ríll færður í sér­stak­an áhættu flokk í yf­ir­liti sam­tak­anna yfir sjáv­ar­fang. Þannig er mælt gegn því að neyt­end­ur kaupi afurðir sem inni­halda mak­ríl sem veidd­ur er á Norðaust­ur-Atlants­hafi.

mbl.is