Vinnubrögð ráðherra gagnrýnd

Hanna Katrín Friðriksson er ráðherra atvinnuveganna.
Hanna Katrín Friðriksson er ráðherra atvinnuveganna. mbl.is/María Matthíasdóttir

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS) gagn­rýna vinnu­brögð og mála­til­búnað Hönnu Katrín­ar Friðriks­son at­vinnu­vegaráðherra við gerð frum­varps­draga um hækk­un veiðigjalda. Þar er bæði vikið að form­leg­um kröf­um, sem gera verði til stjórn­ar­frum­varpa, og efn­is­leg­um þátt­um og for­send­um þess.

Þetta kem­ur fram í ít­ar­legri 69 síðna um­sögn SFS um frum­varps­drög­in, en henni fylgdu grein­ing­ar og álit frá KPMG, Jak­obs­son Capital og norsku lög­manns­stof­unni Wik­borg Rein, sem SFS segja að hafi verið nauðsyn­legt að láta vinna; ráðherra hafi van­rækt þær skyld­ur.

SFS færa rök fyr­ir því að fyr­ir­ætlan­ir ráðherra gangi í ber­högg við stjórn­ar­skrá, brjóti gegn jafn­ræði og meðal­hófi, og bygg­ist á óraun­hæf­um for­send­um, svo sem verði á upp­boðsmörkuðum sem ekki end­ur­spegli raun­verðmæti afla.

Þá er ráðherra átal­inn fyr­ir að hafa ekki enn af­hent umbeðin gögn, en frum­varps­drög­in upp­fylli ekki grund­vall­ar­kröf­ur um und­ir­bún­ing, rann­sókn, mat á áhrif­um og sam­ráð við hagaðila.

Hver og einn þess­ara þátta sé al­var­leg­ur ágalli á frum­varp­inu, en bent er á að jafn­vel út­reikn­ing­ar ráðuneyt­is­ins á boðaðri heild­ar­hækk­un á veiðigjaldi virðist rang­ir svo skeiki millj­örðum króna.

At­vinnu­vegaráðherra hef­ur beðist und­an viðtali við Morg­un­blaðið síðan á föstu­dag, en í gær var blaðinu greint frá því að það yrði enn að bíða þar til eft­ir páska. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: