Lýsa efa um forsendur frumvarps

Lagt er til að skattleggja uppsjávarveiðar á grundvelli verðs í …
Lagt er til að skattleggja uppsjávarveiðar á grundvelli verðs í Noregi. Það gefur ekki endilega rétta mynd. mbl.is/Sigurður Bogi

Norska lög­fræðistof­an Wik­borg-Rein bend­ir í grein­ingu sinni, sem unn­in var fyr­ir Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi, á fjöl­marga galla sem stof­an tel­ur vera á frum­varpi stjórn­valda um hækk­un veiðigjalda með til­liti til álagn­ing­ar á upp­sjáv­ar­teg­und­ir. Meðal ann­ars er vísað til þess að meðal­verð á upp­boðsmarkaði fyr­ir norsk-ís­lenska síld, mak­ríl og kol­munna sé ein­mitt meðal­verð og geti því ekki end­ur­speglað raun­veru­legt verðmæti afla sem skip land­ar hverju sinni. Auk þess er bent á ágalla í skrán­ing­ar­kerf­um í Nor­egi sem dragi úr áreiðan­leika gagna.

Í frum­varpi rík­is­stjórn­ar­inn­ar um veiðigjöld er lagt til að veiðigjald á norsk-ís­lenska síld, kol­munna og mak­ríl taki mið af upp­boðsverði á mörkuðum í Nor­egi. Sam­kvæmt grein­ar­gerð frum­varps­ins hefði það í för með sér, miðað við álagn­ingu síðasta árs, að veiðigjald á mak­ríl yrði 1.705% hærra, 174% hærra á norsk-ís­lenska síld, en 9,5% lægra á kol­munna.

Í til­felli þorsks og ýsu er hins veg­ar lagt til að aðeins verði miðað við verð á inn­lend­um fisk­mörkuðum og ekki tekið til­lit til innri viðskipta út­gerða sem bæði reka út­gerð og vinnslu.

Kerf­inu ábóta­vant

Fram kem­ur í grein­ingu Wik­borg-Rein að eft­ir­liti með lönd­un upp­sjáv­ar­afla sé mjög ábóta­vant þar sem það er háð trausti til þeirra sem landa og þeirra sem kaupa. Ekk­ert form­legt eft­ir­lit sé fyr­ir hendi eða ra­f­ræn afla­skrán­ing og skapi það hættu á að afli sé ekki rétt skráður.

„Ein­kenn­andi fyr­ir norska upp­sjáv­ar­markaðinn er að skrán­ing­ar­kerfi veiddra villtra sjáv­ar­fiska hef­ur ein­göngu byggt á eig­in til­kynn­ing­um og hand­virk­um skrán­ing­um eig­anda eða not­anda fiski­skips og viðtak­anda og kaup­anda afl­ans.

Þetta kerfi sem bygg­ir á trausti fel­ur í sér mikla hættu á að lög­um og regl­um sé ekki fylgt, sér­stak­lega í tengsl­um við van- og rang­skrán­ingu. Þrátt fyr­ir að nokkr­ar reglu­gerðarbreyt­ing­ar hafi orðið á síðustu árum hef­ur inn­leiðing á sjálf­virk­um vigt­un­ar- og mæli­kerf­um við lönd­un ekki enn verið tek­in í gagnið,“ seg­ir í grein­ing­unni.

Lagt er til að veiðigjöld á norsk-íslenska síld, kolmunna og …
Lagt er til að veiðigjöld á norsk-ís­lenska síld, kol­munna og mak­ríl taki mið af verði í Nor­egi. mbl.is/​Lín­ey

Fjöldi ólíkra þátta

Wik­borg-Rein hef­ur kort­lagt þá þætti sem hafa áhrif á verð hverju sinni á norsk­um upp­boðsmörkuðum sem skila ólík­um skip­um ólíku verði hverju sinni. Bent er á árs­tíma, gæði, teg­und skipa, vöru­teg­und og fleiri þætti. Kveðst stof­an gera ráð fyr­ir því að upp­sjáv­ar­afli sem landað er á Íslandi verði einnig fyr­ir þess­um áhrif­um rétt eins og norsk­ur afli í sömu teg­und­um.

„Þar sem nokk­ur áber­andi mun­ur er á norska upp­sjáv­ar­markaðnum og ís­lenska upp­sjáv­ar­markaðnum má færa sterk rök fyr­ir því að meðal­verð á mánuði frá Nor­egi end­ur­spegli ekki verð á ákveðnum degi eða til­tek­inni af­hend­ingu, á ákveðnum stöðum eða til­tekn­um gæðum á Íslandi,“ seg­ir í grein­ing­unni.

„Eins og við skilj­um breyt­ing­una fel­ur hún í sér að ís­lensk yf­ir­völd, með því að nota norsk verð, séu að reyna að finna al­mennt kerfi til að greina grund­völl fyr­ir­hugaðrar skatt­lagn­ing­ar. Færa má rök fyr­ir því að slík nálg­un sé ekki í sam­ræmi við leiðbein­ing­ar OECD um milli­verðlagn­ingu (e. OECD TP Gui­del­ines), þar sem hún miðar að því að taka upp al­mennt og ekki endi­lega sam­bæri­legt verð í stað þess að leit­ast við í raun að finna rétt­an grund­völl skatt­lagn­ing­ar fyr­ir ein­staka skatt­greiðend­ur.“

Þá bend­ir Wik­borg-Rein einnig á að þrátt fyr­ir að í frum­varp­inu sé ætl­un­in að miða verð við gengi norsku krón­unn­ar sam­kvæmt mynt­körfu (SDR) fel­ur það í sér geng­isáhættu sem skapi aukna óvissu um hver raun­veru­leg­ur grund­völl­ur skatt­lagn­ing­ar­inn­ar sé. „Spyrja má hvort rétt og nauðsyn­legt sé að byggja inn slík­an viðbótarófyr­ir­sjá­an­leika sem get­ur haft ófyr­ir­séðar af­leiðing­ar.“

Kall­ar á sjálf­stæða út­tekt

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi sendu frá sér til­kynn­ingu á dög­un­um þar sem greint var frá því að sam­tök­in hefðu sent at­vinnuráðuneyt­inu at­huga­semd­ir vegna fyr­ir­hugaðra breyt­inga á veiðigjöld­um. At­huga­semd­um sam­tak­anna fylgdu grein­ing­ar Jak­obs­son Capital, KPMG og Wik­borg-Rein.

Svan­ur Guðmunds­son, sem rek­ur grein­ing­ar­fyr­ir­tækið Bláa hag­kerfið ehf., tel­ur grein­ing­arn­ar kalla á að hætt verði við inn­leiðingu breyt­ing­anna og farið verði í heild­stæða laga­út­tekt á sam­ræmi frum­varps við stjórn­ar­skrá og leiðbein­ing­ar OECD. Jafn­framt að nauðsyn­legt sé að farið verði í sjálf­stæða út­tekt á for­send­um út­reikn­inga ráðuneyt­is­ins, til dæm­is hjá Rík­is­end­ur­skoðun.

Þetta seg­ir Svan­ur í grein­ar­gerð sem hann hef­ur birt á vef fyr­ir­tæk­is­ins.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: