Mokveiði á grásleppu að sögn Ingólfs

ngólfur H. Árnason á Ásdísi ÞH-136 segist ekki muna eftir …
ngólfur H. Árnason á Ásdísi ÞH-136 segist ekki muna eftir annari eins veiði í eins fá net og á þessari vertíð. mbl.is/Hafþór

„Já, það er bara al­gjört mok. Ég hef aldrei upp­lifað svona veiði í jafn fá net. Ég bara skil ekki þessa ráðgjöf miðað við veiðina sem er á miðunum. Það er bara svo­leiðis,“ seg­ir Ingólf­ur H. Árna­son grá­sleppu­sjó­maður í Morg­un­blaðinu í dag um vertíð árs­ins. Hann ger­ir út grá­sleppu­bát­inn Ásdísi ÞH-136 frá Húsa­vík og á að baki fleiri ára­tuga reynslu á grá­sleppu­veiðum.

Hann lýs­ir mikl­um áhyggj­um af stöðu grá­sleppu­veiða bæði vegna ráðgjaf­ar Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, kvóta­setn­ing­ar og um­gjörðar veiðanna al­mennt. „Að byggja grá­sleppuráðgjöf á því sem menn fá i tog­ar­aralli stenst enga skoðun. Þetta er bara ekki viður­kennd aðferð og það er úti­lokað að þeir viti hversu mik­il grá­sleppa er í sjón­um. Það er alla­vega mín skoðun.“

Í lok mars til­kynnti Haf­rann­sókna­stofn­un að stofn­un­in legði til að ekki skyldi veiða meira en 2.760 tonn af grá­sleppu þetta vorið og er það 32% minni afli en stofn­un­in ráðlagði vegna vertíðar síðasta árs.

Störf­um fækkaði

„Það kom mér veru­lega á óvart að það skyldi verða niður­skurður, ég hefði haldið að eðli­legt væri að bæta við um tvö þúsund tonn­um miðað við út­hlut­un­ina í fyrra,“ seg­ir Ingólf­ur, sem kveðst eiga um níu tonn eft­ir óveidd af þeim 35 tonn­um sem hann fékk út­hlutað, en grá­slepp­an var kvóta­sett með lög­um á síðasta ári.

Af­leiðing sam­drátt­ar í ráðgjöf­inni hef­ur verið að tvö störf hurfu, en Ingólf­ur hef­ur alla jafna haft þrjá sjó­menn með sér á vertíð. „Síðustu vertíð landaði ég 103 tonn­um og nýtti þá ekki nema hluta af dög­un­um.“

Hvað verðurðu lengi að ná kvót­an­um sem eft­ir er?

„Það fer auðvitað eft­ir því hversu mörg net maður set­ur í hafið en ætli þetta séu ekki ein­hverj­ir átta dag­ar eft­ir að þessi bræla er yf­ir­staðin.“

Ingólfur segist eiga eftir að ná um níu tonnum af …
Ingólf­ur seg­ist eiga eft­ir að ná um níu tonn­um af þeim 35 sem hann fékk út­hlutað. mbl.is/​Hafþór

Kollsteypa

Staða margra er mjög slæm vegna sam­drátt­ar­ins að sögn Ing­ólfs, enda þurfa veiðar að standa und­ir kostnaði. „Ég á eft­ir að sjá hvernig þetta verður hjá bát­um sem fengu út­hlutað þrem­ur eða fimm tonn­um. Ég get ekki ímyndað mér að þeir séu að fara að sækja þetta. Þetta fer lík­lega í ein­hverj­ar teg­unda­til­færsl­ur eða eitt­hvað svo­leiðis rugl og kem­ur aldrei í land. Þá taka menn ufsa á móti.“

Tel­ur hann lík­legt að marg­ir sem lítið fengu af veiðiheim­ild­um leigi frá sér eins stór­an hluta og heim­ilt sé. „Það er ef ein­hverj­ir vilja leigja, ann­ars brenn­ur þetta bara inni. Það er eng­inn að starta í ein­hverju út­haldi til að sækja fimm tonn.“

Hann seg­ir veiðunum hafa verið kollsteypt þegar byrjað var að skylda grá­sleppu­sjó­menn til að skila heil­um grá­slepp­um í land. Bend­ir hann á að reglu­verk sem sett var um hvernig skyldi vinna grá­sleppu og grá­sleppu­hrogn hafi verið verið svo strangt að ein­yrkj­ar hafi ein­fald­lega ekki haft bol­magn í að upp­fylla þær kröf­ur sem gerðar séu. Þannig fækkaði kaup­end­um veru­lega og eru þeir langt­um færri en fyr­ir 20 árum þegar inn­lend­ur markaður var fyr­ir afl­ann.

„Ég seldi Ora í mörg ár tunn­ur en svo hættu þeir að standa í grá­sleppu. Þá fór ég í Fisk­kaup og svo hættu þeir. Síðan fór ég að selja fyr­ir­tæki í Stykk­is­hólmi og hann hringdi í mig dag­inn sem ég var að fara að leggja og sagðist ekki getað tekið af mér, en vísaði mér á einn enn.“

Verð lækkað

Þá seg­ir Ingólf­ur enga vöruþróun hafa átt sér stað með grá­slepp­una, sem á árum áður þótti skila hágæða kaví­ar. „Verðlagn­ing­in er glóru­laus. Þorskverð hef­ur rokið upp en verðið á grá­slepp­unni er lægra en það var fyr­ir fimm árum.

Markaður­inn stýrði þessu alltaf, ef mikið var veitt eitt árið hrundi markaður­inn og færri veiddu árið á eft­ir og þannig þróaðist þessi veiði. Svo fer allt í skít­inn með þessu stjórn­un­ar­kerfi stjórn­valda og Hafró. Búið að eyðileggja þenn­an markað og veiðarn­ar. Allt um­hverfi þess­ara veiða er bara komið niður í svaðið.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: