Segir Stalínista hafa verið í matvælaráðuneytinu

Kristján Loftsson segir það skipta máli hverjir séu við völd …
Kristján Loftsson segir það skipta máli hverjir séu við völd hverju sinni. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Kristján Lofts­son, for­stjóri Hvals hf., seg­ir Stalín­ista hafa verið við stjórn­völ­inn í mat­vælaráðuneyt­inu hjá síðustu rík­is­stjórn.

Þetta er meðal þess sem Kristján seg­ir í Sjók­ast­inu, nýju hlaðvarpi á veg­um Sjó­mannadags­ráðs, þar sem fjallað er um mál­efni sjáv­ar­út­vegs og hafs­ins.

Kristján seg­ir það skipta máli hverj­ir séu við völd hverju sinni. Sum­ir abb­ist á manni meðan aðrir geri það ekki.

„Þegar þú varst með þessa Stalín­ista sem voru í stjórn mat­vælaráðherra í síðustu rík­is­stjórn var gert allt, alla­vega hvað okk­ur varðar, til að koma okk­ur á kald­an klak­ann. Það var heilt lið í því að finna ein­hverj­ar gluf­ur í þessu reglu­verki sem gæti komið okk­ur á kald­an klak­ann. Þetta er mat­vælaráðuneytið,“ seg­ir Kristján.

Arí­el Pét­urs­son, formaður Sjó­mannadags­ráðs, ræddi við Kristján í fyrsta þætti Sjók­asts­ins.

Kristján seg­ir frá Stalín­ist­un­um svo­kölluðu þegar um ein klukku­stund og ein og hálf mín­úta er liðin af viðtal­inu sem er aðgengi­legt á helstu hlaðvarps­veit­um og á Youtu­be.

mbl.is