Veiðigjöld sögð ávísun á samþjöppun

Álagning veiðigjalda er sögð leiða til þess að útgerðum fækki …
Álagning veiðigjalda er sögð leiða til þess að útgerðum fækki og samþjöppun verði í eignarhaldi aflaheimilda. mbl.is/Árni Sæberg

Ótví­rætt er að veiðigjöld – og því einnig hækk­un þeirra – leiði til samþjöpp­un­ar afla­heim­ilda í ís­lensk­um sjáv­ar­út­vegi og gæti til lengri tíma rýrt skatt­stofna rík­is­sjóðs. Það var að minnsta kosti mat höf­unda skýrslu stefnu­mót­un­ar­verk­efn­is­ins Auðlind­ar­inn­ar okk­ar.

Í skýrslu verk­efn­is­ins, Auðlind­in okk­ar – sjálf­bær sjáv­ar­út­veg­ur, sem birt var í ág­úst 2023 seg­ir: „Álagn­ing veiðigjalda ætti að öðru óbreyttu að leiða til auk­inn­ar hagræðing­ar, þar sem þau fyr­ir­tæki sem ekki geta staðið und­ir gjald­inu hverfa úr grein­inni annaðhvort með því að leggja niður starf­semi eða með því að sam­ein­ast öðrum fyr­ir­tækj­um.“

Alls komu 46 ein­stak­ling­ar að stefnu­mót­un­ar­verk­efn­inu í gegn­um fjóra starfs­hópa, eina verk­efna­stjórn og eina sam­ráðsnefnd. Svandís Svavars­dótt­ir þáver­andi mat­vælaráðherra hrinti af stað „Auðlind­inni okk­ar“ árið 2022 og sagðist hún vilja vinna að sátt um ís­lensk­an sjáv­ar­út­veg.

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra kynnir niðurstöður starfshópa Auðlindarinnar okkar í ágúst …
Svandís Svavars­dótt­ir, mat­vælaráðherra kynn­ir niður­stöður starfs­hópa Auðlind­ar­inn­ar okk­ar í ág­úst 2023. Lós­mynd/​stjórn­ar­ráðið: Sig­ur­jón Ragn­ar

„Skýr­ar vís­bend­ing­ar eru um stærðar­hag­kvæmni í ís­lensk­um sjáv­ar­út­vegi og sýnt hef­ur verið fram á að álagn­ing veiðigjalda leiði til samruna fyr­ir­tækja í grein­inni þannig að þeim fækk­ar á sama tíma og þau stækka. Þetta er í góðu sam­ræmi við rann­sókn­ir sem sýnt hafa fram á að stærstu og fjár­hags­lega sterk­ustu fyr­ir­tæki í sjáv­ar­út­vegi greiði meiri­hluta inn­heimtra auðlinda­gjalda,“ seg­ir í skýrsl­unni.

Jafn­framt seg­ir að það hafi verið „færð fyr­ir því rök að álagn­ing veiðigjalda um­fram getu henn­ar til greiðslu á hverj­um tíma tefli sam­keppn­is­hæfni ís­lensks sjáv­ar­út­vegs í tví­sýnu. Einnig hef­ur verið bent á að álagn­ing veiðigjalda geti rýrt skatt­stofna hins op­in­bera þegar til lengri tíma er litið sem aft­ur geti skilað sér í minni já­kvæðum efna­hags­leg­um ábata af auðlind­inni en ann­ars væri.“

Fjöldi fólks kom að

Stefnu­mót­un­in átti að skila inn til­lög­um um breyt­ing­ar til úr­bóta á ís­lensk­um sjáv­ar­út­vegi á öll­um sviðum, allt frá eft­ir­liti og skatt­lagn­ingu til fisk­veiðistjórn­un­ar og jafn­rétt­is­mála.

Starfs­hóp­ur­inn sem fjallaði sér­stak­lega um veiðigjöld og skatt­spor sjáv­ar­út­vegs­ins var titlaður „Sam­fé­lag“ og gegndi Gunn­ar Har­alds­son fram­kvæmda­stjóri In­tell­econ for­mennsku. Auk hans voru í hópn­um þau Cat­her­ine Cham­bers rann­sókna­stjóri hjá Há­skóla­setri Vest­fjarða, Hreiðar Þór Val­týs­son dós­ent á auðlinda­deild Há­skól­ans á Ak­ur­eyri, Katrín Júlí­us­dótt­ir fyrr­ver­andi þingmaður og ráðherra Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og Val­gerður Sól­nes þá dós­ent hjá laga­deild Há­skóla Íslands.

Gunn­ar og Katrín sátu einnig í svo­kölluðum hagræn­um hópi sem gert var að meta efna­hags­leg­ar af­leiðing­ar af mis­mun­andi leiðum í nú­ver­andi kerf­um fisk­veiðistjórn­un­ar og áhrif mis­mun­andi sviðsmynda við mögu­leg­ar breyt­ing­ar á fisk­veiðistjórn­inni og auðlinda­gjöld­um. Ásamt þeim voru í hópn­um þau Eggert Bene­dikt Guðmunds­son leiðtogi sjálf­bærr­ar þró­un­ar í for­sæt­is­ráðuneyt­inu, Ing­veld­ur Ásta Björns­dótt­ir þá sjálf­stætt starf­andi ráðgjafi og Hug­inn Freyr Þor­steins­son einn eig­enda og ráðgjafa At­onJL. Störfuðu með hópn­um Mika­el Rafn L. Stein­gríms­son og Jón Þránd­ur Stef­áns­son sér­fræðing­ar í mat­vælaráðuneyt­inu.

Hagræni hóp­ur­inn ritaði átt­unda kafla í skýrslu Auðlind­ar­inn­ar okk­ar og er þar fjallað um þjóðhags­leg­an ávinn­ing fisk­veiðistjórn­un­ar­kerf­is­ins. Lagði hóp­ur­inn for­takslaust til að afla­marks­kerfi yrði viðhaldið við stjórn fisk­veiða.

Er bent á að kerfið hafi gert út­gerðum kleift að draga úr offjár­fest­ingu í veiðum og vinnslu, skilað skil­yrði fyr­ir skipu­lagða sókn og minnkað álag á vist­kerfi sjáv­ar. Vanda­mál sem til umræðu eru í þjóðfé­lag­inu hér á landi séu því eðlisólík því sem ger­ist er­lend­is, hér hafi aðallega verið til umræðu hvernig dreifa eigi arði af nýt­ingu auðlind­ar­inn­ar en er­lend­is sé litl­um sem eng­um arði til að dreifa.

Mik­il óvissa um rentu

Í umræðunni hef­ur verið vísað til auðlindar­entu sem grund­vall­ar álagn­ing­ar veiðigjalda en auðlindar­enta er meint­ur um­framá­bati sem get­ur orðið til við nýt­ingu auðlind­ar. Um­framá­bati vís­ar til efna­hags­legs ábata sem til verður um­fram það sem mætti vænta við aðra nýt­ingu fjár­magns og fram­leiðsluþátta að öðru óbreyttu.

Hagræni hóp­ur­inn sagði í fyrr­nefndri skýrslu ljóst að flókið úr­lausn­ar­efni væri að fram­kvæma grein­ingu á auðlindar­entu og hlut­fall veiðigjalda af henni.

„Vegna óvissu og breyti­leika í um­fangi auðlindar­entu yfir tíma get­ur ekki tal­ist var­færið að inn­heimta alla áætlaða rentu með veiðigjöld­um. Sé rent­an of­met­in get­ur það leitt til rekstr­ar­vanda og gjaldþrota í grein­inni, jafn­vel fyr­ir þau fyr­ir­tæki sem eiga ein­ung­is í tíma­bundn­um lausa­fjár­vanda. Sé rent­an van­met­in má færa rök fyr­ir því að eig­andi auðlind­ar­inn­ar fái ekki eðli­leg­an arð af eign sinni.“

Þá er einnig sagt „var­huga­vert að leggja að jöfnu ábata eða hagnað í til­tekn­um at­vinnu­grein­um og auðlindar­entu. Erfitt get­ur reynst að meta fórn­ar­kostnað vinnu­afls og fjár­muna auk þess sem meðferð af­skrifta og fjár­fest­inga get­ur haft mik­il áhrif á hagnað og arðsemi til skamms tíma og sagt lítið um arðsemi til lengri tíma. Eins og gef­ur að skilja get­ur um­fram­hagnaður, þ.e. hagnaður sem er um­fram ein­hvers kon­ar meðaltal, mynd­ast víða í efna­hags­líf­inu af ýms­um or­sök­um. Oft­ast er slík­ur um­fram­hagnaður aðeins tíma­bund­inn þar sem markaðsöfl­in leiða til þess að þessi um­fram­hagnaður hverf­ur.“

Vakti hóp­ur­inn at­hygli á því að af­koma í sjáv­ar­út­vegi væri háð fjöl­mörg­um þátt­um svo sem verði afurða og kostnaði aðfanga, hagræðingu í rekstri, sveifl­um í stofn­stærðum, afla­brögðum og gengi krón­unn­ar.

Þegar greitt?

Lét hóp­ur­inn reikna út hver hlut­ur rík­is­ins hefði verið í auðlindar­ent­unni og sýndu út­reikn­ing­ar að hlut­ur­inn var að meðaltali 16-18 pró­sent á tíma­bil­inu 2010 til 2023.

„Það að veiðigjöld hafi numið að meðaltali 16-18% af reiknaðri auðlindar­entu er, að öðru óbreyttu, ekki vís­bend­ing um að nú­ver­andi veiðigjöld séu of lág. Það veld­ur vanda við fyrr­greinda út­reikn­inga að met­in renta er reiknuð sem hlut­fall af út­flutn­ings­verðmæti allra sjáv­ar­af­urða, en í þeirri upp­hæð er bæði sá virðis­auki sem átt hef­ur sér stað í vinnslu, markaðsstarf o.þ.h. auk þess sem virði afla utan Íslands­miða er einnig tekið með. Veiðigjöld eru hins veg­ar lögð á veiðarn­ar sjálf­ar sem af­gjald fyr­ir notk­un og ættu því frek­ar að miðast við afla­verðmæti úr sjó.“

Einnig er sagt lík­legt að auðlindar­enta í sjáv­ar­út­vegi hjá þeim sem nú stunda út­gerð gæti verið lít­il sem eng­in „þar sem þau hafa nú þegar greitt fyr­ir hana í verði afla­heim­ilda. Við þetta má bæta að þegar, og ef, auðlindar­enta mynd­ast í sjáv­ar­út­vegi þá sé um að ræða áhrif aukn­ing­ar í afla eða hag­stæðra geng­is­breyt­inga.“

Veik­ir sam­keppn­is­stöðu

Sveinn Agn­ars­son, pró­fess­or í viðskipta­fræði við Há­skóla Íslands, og Víf­ill Karls­son, þáver­andi verk­efna­stjóri hjá Sam­tök­um sveit­ar­fé­laga á Vest­ur­landi en nú pró­fess­or í hag­fræði við há­skól­ann á Bif­röst, sinntu út­reikn­ing­um og mati á áhrif­um breyt­inga sem born­ar voru und­ir hagræn­an hóp Auðlind­ar­inn­ar okk­ar.

Leitað var til Sveins og spurt hvort hann væri til í viðtal um hugs­an­leg áhrif til­lagna rík­is­stjórn­ar Kristrún­ar Frosta­dótt­ur um stór­fellda hækk­un veiðigjalda. „Nei, ég held ekki,“ svaraði hann stutt­ort.

Sveinn hef­ur þó ritað um veiðigjöld, meðal ann­ars í skýrsl­unni Staða og horf­ur í ís­lensk­um sjáv­ar­út­vegi og fisk­eldi sem unn­in var fyr­ir þáver­andi land­búnaðar- og sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyti og birt í maí 2021.

Í þeirri skýrslu, sem Sveinn rit­stýrði og þrír aðrir pró­fess­or­ar og dok­tor­ar komu að, seg­ir: „Veiðigjaldið veik­ir sam­keppn­is­stöðu ís­lensku fyr­ir­tækj­anna en end­ur­spegl­ar jafn­framt efna­hags­leg­an styrk grein­ar­inn­ar. Á ár­un­um 2010-2013 voru arðgreiðslur sem hlut­fall af hagnaði lægri hjá sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um en fyr­ir­tækj­um al­mennt, en mun­ur­inn var lít­ill á ár­un­um 2014-2018.“

Auk þess er ís­lensk­ur sjáv­ar­út­veg­ur sagður skera sig úr í hópi ná­grannaþjóða hvað viðkem­ur um­fangi og eðli styrkja. „Víðast hvar eru bein­ir styrk­ir til sjáv­ar­út­vegs veru­leg­ir en hér á landi greiða út­gerðarfyr­ir­tæki veiðigjald. Sú staðreynd að ís­lensk sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki geta staðist sam­keppn­ina jafn vel og raun ber vitni er ann­ars veg­ar merki um góða stjórn fisk­veiða og fjár­hags­leg­an styrk sjáv­ar­út­vegs á Íslandi en einnig um bágt ástand í fisk­veiðum ann­ars staðar.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: